Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Egill Olgeirsson hjá Mannvit sækir um byggingarleyfi fyrir hús við íþróttavöll
Málsnúmer 201203096Vakta málsnúmer
Með bréfi dags. 27. mars 2012 kynnti Egill Olgeirsson, f.h. Mannvits, hugmynd að staðsetningu nýs vallarhúss við fótboltavelli. Nú hafa fleiri hugmyndir að staðsetningu bæst við og mætti Per Langsöe Christensen til fundarins að kynna þær. Í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 er gert ráð fyrir að byggja megi á íþróttasvæðinu mannvirki sem henta svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd telur heppilegustu staðsetningu fyrir mannvirkið vera skv. tillögu C og leggur til að við það verði miðað við frekari hönnun mannvirkisins.
2.Erindi frá Búseta varðandi frágang bílastæða norðan við Garðarsbraut 73, Húsavík
Málsnúmer 201203018Vakta málsnúmer
Búseti skorar á yfirvöld skipulags- og byggingarmála í Norðurþingi að hlutast til um að gengið verði frá bílastæðum að Garðarsbraut 73 á Húsavík. Ennfremur er hvatt til þess að hliðrað verði til lóðarmörkum þannig að komið verði til móts við eigendur Garðarsbrautar 71. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings telur ekki tilefni til að hlutast til um tilfærslu lóðarmarka milli Garðarsbrautar 71 og 73, enda þau skilgreind í þinglýstum lóðarleigusamningum. Nefndin er heldur ekki tilbúin í að hafa afskipti af frágangi einstakra bílastæða á þessu stigi.
3.Byggingarskýrsla 2011
Málsnúmer 201203005Vakta málsnúmer
Byggingarskýrsla Norðurþings 2011 var lögð fram til kynningar.
4.Norðursigling óskar eftir stöðuleyfi fyrir miðasöluhús að Hafnarstétt 11
Málsnúmer 201204020Vakta málsnúmer
Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 45 m² miðasöluhúsi að Hafnarstétt 11 skv. meðfylgjandi teikningum. Til vara er sótt um bráðabirgðaleyfi fyrir húsinu á verbúðarþaki í stað núverandi miðasöluhúss. Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við bæjarstjórn að ekki verði veitt bráðabirgðaleyfi fyrir nýjum húsum á svæðinu fyrr en fyrir liggur samþykkt deiliskipulag. Guðlaug og Anna leggja til við bæjarstjórn að veitt verði stöðuleyfi til eins árs fyrir 45 m² húsi á þaki verbúða.
5.Norðursigling óskar eftir leyfi fyrir skiltum
Málsnúmer 201204021Vakta málsnúmer
Óskað er eftir tímabundnu leyfi til að merkja miðasöluhús á þaki verbúðarhúss á sama hátt og gert var sumarið 2011. Merkingar yrðu á þrjá vegu ofan á skyggni eins og fram kemur á mynd fylgjandi erindi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimilaðar verði umbeðnar merkingar til loka október 2012.
6.Eigendur Stóragarðs 4 og 6 óska eftir að skipulagðar verði lóðir undir bílskúra gegnt lóðum þeirra
Málsnúmer 201008076Vakta málsnúmer
Með tölvupósti dags. 20. febrúar 2012 óskar Sigurgrímur Skúlason eftir endurupptöku fyrri óskar um byggingarrétt fyrir bílgeymslur við Stóragarð 4 og 6. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kalla eftir byggingaráformum lóðarhafa Stóragarðs 4 og 6 sem og ræða við lóðarhafa Túns. Afgreiðslu erindis frestað.
7.Landsnet hf. óskar eftir breytingu á aðalskipulagi Norðurþings vegna lagningar jarðstrengs
Málsnúmer 201202023Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn Norðurþings samþykkti 28. febrúar 2012 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að heimilt verði að leggja jarðstreng (66 kV) í vegöxl Reykjaheiðarvegar. Jarðstrengurinn mun liggja eftir vegi frá Þeistareykjum í Þingeyjarsveit að Kópaskerslínu í Norðurþingi. Sá hluti sem fellur innan Norðurþings er um 1 km að lengd.Breytingin fellur undir lög um umhverfimat áætlana nr. 105/2006 og var því unnin umhverfisskýrsla sem var auglýst með breytingunni í samræmi við 7. gr. þeirra laga. Kynningartími var frá 5. mars til mánudagsins 16. apríl 2012 og var athugasemdafrestur til sama tíma. Breytingartillagan ásamt umhverfisskýrslu er nú tekin fyrir að nýju í samræmi við 9. gr. laga um umhverfismat áætlana. Umhverfismat leiddi í ljós að umhverfisáhrif breytingarinnar yrðu lítil sem engin þar sem jarðstrengurinn yrði lagður í vegöxl á núverandi vegi sem þegar hefur verið ákveðið í skipulagi að byggja upp. Umhverfismatið kallaði því ekki á breytingu á tillögunni. Skipulagsstofnun yfirfór umhverisskýrsluna í samræmi við 3. mgr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana og gerði ekki athugasemdir sbr. bréf dags. 13. apríl 2012. Ekki bárust athugasemdir frá öðrum aðilum. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að auglýst breytingartillaga verði samþykkt að nýju sem óveruleg breyting í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga, sbr. rökstuðning sem fram kemur í skipulagsgögnum, og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
8.Skútustaðahreppur óskar eftir umsögn Norðurþings um tillögu að aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023
Málsnúmer 201204051Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings gerir engar athugasemdir við tillögu að nýju aðalskipulagi Skútustaðahrepps.
Fundi slitið - kl. 13:00.