Fara í efni

Norðursigling óskar eftir stöðuleyfi fyrir miðasöluhús að Hafnarstétt 11

Málsnúmer 201204020

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 91. fundur - 18.04.2012

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 45 m² miðasöluhúsi að Hafnarstétt 11 skv. meðfylgjandi teikningum. Til vara er sótt um bráðabirgðaleyfi fyrir húsinu á verbúðarþaki í stað núverandi miðasöluhúss. Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við bæjarstjórn að ekki verði veitt bráðabirgðaleyfi fyrir nýjum húsum á svæðinu fyrr en fyrir liggur samþykkt deiliskipulag. Guðlaug og Anna leggja til við bæjarstjórn að veitt verði stöðuleyfi til eins árs fyrir 45 m² húsi á þaki verbúða.

Bæjarstjórn Norðurþings - 14. fundur - 24.04.2012




Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 91. fundi skipulags- og byggingarnefndar sem fram fór 18. apríl s.l.

Erindi ásamt afgreiðslu 91. fundar skipulags- og byggingarnefndar er eftirfarandi:



Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 45 m² miðasöluhúsi að Hafnarstétt 11 skv. meðfylgjandi teikningum.
Til vara er sótt um bráðabirgðaleyfi fyrir húsinu á verbúðarþaki í stað núverandi miðasöluhúss.


Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við bæjarstjórn að ekki verði veitt bráðabirgðaleyfi fyrir nýjum
húsum á svæðinu fyrr en fyrir liggur samþykkt deiliskipulag.
Guðlaug og Anna leggja til við bæjarstjórn að veitt verði stöðuleyfi til eins árs fyrir 45 m² húsi á þaki verbúða.

Til máls tók: Jón Grímsson.

Tillaga meirihluta skipulags- og bygginarnefndar samþykkt með atkvæðum, Gunnlaugs, Jóns Grímssonar, Sigríðar, Hilmars Dúa, Hjálmars Boga og Soffíu. Jón Helgi, Olga og Þráinn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.