Fara í efni

Norðursigling óskar eftir leyfi fyrir skiltum

Málsnúmer 201204021

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 91. fundur - 18.04.2012

Óskað er eftir tímabundnu leyfi til að merkja miðasöluhús á þaki verbúðarhúss á sama hátt og gert var sumarið 2011. Merkingar yrðu á þrjá vegu ofan á skyggni eins og fram kemur á mynd fylgjandi erindi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimilaðar verði umbeðnar merkingar til loka október 2012.

Bæjarstjórn Norðurþings - 14. fundur - 24.04.2012





Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 91. fundi skipulags- og byggingarnefndar sem fram fór 18. apríl s.l.


Erindi ásamt afgreiðslu 91. fundar skipulags- og byggingarnefndar er eftirfarandi:



Óskað er eftir tímabundnu leyfi til að merkja miðasöluhús á þaki verbúðarhúss á sama hátt og gert var sumarið 2011.
Merkingar yrðu á þrjá vegu ofan á skyggni eins og fram kemur á mynd fylgjandi erindi.


Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimilaðar verði umbeðnar merkingar til loka október 2012.


Tillagan samþykkt án umræðu með atkvæðum Gunnlaugs, Jóns Helga, Jóns Grímssonar, Sigríðar, Hilmars Dúa, Hjálmars Boga, Soffíu og Þráins. Olga sat hjá við atkvæðagreiðsluna.