Fara í efni

Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2011

Málsnúmer 201203077

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 42. fundur - 29.03.2012

Fyrir bæjarráð mættu fulltrúar PWC, Davíð Búi Halldórsson og Niels Guðmundsson, endurskoðendur sveitarfélagsins, og fóru yfir ársreikning sveitarfélagsins. Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Norðurþings - 13. fundur - 03.04.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu fyrri umræða um ársreikning Norðurþings fyrir árið 2011. Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2011 var tekinn fyrir á 42. fundi bæjarráðs og vísað til bæjarstjórnar. Til máls tóku: Bergur, Gunnlaugur, Soffía, Jón Helgi og Hjálmar Bogi. Tilkynning bæjarstjórnar Norðurþings.

Rekstrarafkoma samstæðu Norðurþings jákvæð.



Rekstrartekjur sveitarfélagsins, samstæðunnar, námu 2.409 millj. króna og rekstragjöld 2.609 millj. króna. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld voru jákvæð um 451 millj. króna.

Rekstrarniðurstaða ársins varð jákvæð um 262 millj. króna. Í áætlun var hins vegar gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 166 millj. króna.



Eignir samstæðunnar í árslok námu 7.300 millj. króna og skuldir samtals 5.911 millj. króna að meðtöldum lífeyrisskuldbindingum. Eignir umfram skuldir námu því 1.389 millj. króna samanborið við 733 millj. króna í árslok 2010.



Veltufé frá rekstri nam 146 millj. króna samanborið við 77 milljónir samkvæmt áætlun ársins. Fjárfestingahreyfingar voru neikvæðar um 163 millj. króna. Ný lántaka á árinu nam 4 millj. króna og afborganir af lánum námu 440 millj. króna.



Heildar launagreiðslur og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu 1.539 millj. króna að meðtöldum breytingum á lífeyrisskuldbindingum.



Íbúafjöldi sveitarfélagsins í árslok er 2883.



Sveitarfélagið Norðurþing hefur frá efnahagshruni, seinni hluta árs 2008, lágmarkað framkvæmdir en að sama skapi lagt höfuð áherslu á atvinnuuppbyggingu á Bakka. Viðræður hafa staðið yfir við nokkra aðila og mun þeim verða haldið áfram á árinu 2012.



Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2011 er tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn. Fyrri umræða í bæjarstjórn fer fram 3. apríl og síðari umræða fer fram 24. apríl. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi Norðurþings fyrir árið 2011 til meðferðar og lokafrágangs fyrir síðari umræðu sem fer fram 24. apríl n.k.

Bæjarráð Norðurþings - 43. fundur - 18.04.2012

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu við síðari umræðu ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2011. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2011 verði tekin til afgreiðslu við síðari umræðu sem fer fram 24. apríl n.k.