Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

13. fundur 03. apríl 2012 kl. 16:15 - 19:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson Forseti
  • Jón Grímsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Jón Helgi Björnsson aðalmaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
  • Sigríður Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Dóra Fjóla Guðmundsdóttir 1. varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Endurskoðun deiliskipulags miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201105013Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu breytingar að tillögum um endurskoðun deiliskipulags miðhafnarsvæðis sem tekið hefur verið fyrir á 90. fundi skipulags- og byggingarnefndar ásamt 16. fundi framkvæmda- og hafnanefndar. Afgreiðsla 90. fundar skipulags- og byggingarnefndar er eftirfarandi: Kynnt var svar Mannvirkjastofnunar vegna fyrirspurnar um stiga og brú um Hafnarstétt 11.Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjafa að skilgreina byggingarrétt til norðurs úr Hvalasafni til samræmis við afgreiðslu 1. liðar fundargerðarinnar.
Um er að ræða breytingu frá tillögu nefndarinnar frá 1. mars s.l.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi með
ofangreindum breytingum verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.Tillagan hefur áður fengið afgreiðslu framkvæmda- og hafnanefndar. Til máls tóku undir þessum lið: Jón Grímsson, Hjálmar Bogi, Soffía, Trausti og Dóra Fjóla. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

2.Axel Yngvason f.h. Skúlagarðs-fasteignafélags ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gistiskála austan bílskúrs við Skúlagarð

Málsnúmer 201203033Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 90. fundi skipulags- og byggingarnefndar þar sem Axel Yngvason f.h. Skúlagarðs fasteignafélags ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gistiskála. Afgreiðsla nefndarinnar er eftirfarandi: Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir gistiskála austan bílskúrs við Skúlagarð.
Skálinn stendur nú við norðurenda Skúlagarðs.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að fallist verði á stöðuleyfi fyrir húsinu á nýjum stað til 31. mars 2013, enda standi það ekki nær öðrum mannvirkjum en 8 m. Til máls tóku undir þessum lið: Trausti, Jón Grímsson og Soffía. Tillagan samþykkt samhljóða.

3.Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2011

Málsnúmer 201203077Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu fyrri umræða um ársreikning Norðurþings fyrir árið 2011. Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2011 var tekinn fyrir á 42. fundi bæjarráðs og vísað til bæjarstjórnar. Til máls tóku: Bergur, Gunnlaugur, Soffía, Jón Helgi og Hjálmar Bogi. Tilkynning bæjarstjórnar Norðurþings.

Rekstrarafkoma samstæðu Norðurþings jákvæð.



Rekstrartekjur sveitarfélagsins, samstæðunnar, námu 2.409 millj. króna og rekstragjöld 2.609 millj. króna. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld voru jákvæð um 451 millj. króna.

Rekstrarniðurstaða ársins varð jákvæð um 262 millj. króna. Í áætlun var hins vegar gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 166 millj. króna.



Eignir samstæðunnar í árslok námu 7.300 millj. króna og skuldir samtals 5.911 millj. króna að meðtöldum lífeyrisskuldbindingum. Eignir umfram skuldir námu því 1.389 millj. króna samanborið við 733 millj. króna í árslok 2010.



Veltufé frá rekstri nam 146 millj. króna samanborið við 77 milljónir samkvæmt áætlun ársins. Fjárfestingahreyfingar voru neikvæðar um 163 millj. króna. Ný lántaka á árinu nam 4 millj. króna og afborganir af lánum námu 440 millj. króna.



Heildar launagreiðslur og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu 1.539 millj. króna að meðtöldum breytingum á lífeyrisskuldbindingum.



Íbúafjöldi sveitarfélagsins í árslok er 2883.



Sveitarfélagið Norðurþing hefur frá efnahagshruni, seinni hluta árs 2008, lágmarkað framkvæmdir en að sama skapi lagt höfuð áherslu á atvinnuuppbyggingu á Bakka. Viðræður hafa staðið yfir við nokkra aðila og mun þeim verða haldið áfram á árinu 2012.



Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2011 er tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn. Fyrri umræða í bæjarstjórn fer fram 3. apríl og síðari umræða fer fram 24. apríl. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi Norðurþings fyrir árið 2011 til meðferðar og lokafrágangs fyrir síðari umræðu sem fer fram 24. apríl n.k.

4.Aðalfundarboð Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2012

Málsnúmer 201112046Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur aðalfundarboð Orkuveitu Húsavíkur ohf. Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. árið 2012 vegna starfsársins 2011, verður haldinn þriðjudaginn 10. apríl n.k. kl. 14:00 í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík að Ketilsbraut 7 - 9. Dagskrá samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins:1. Stjórn félagsins skal skýra hluthöfum frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsfári.2. Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur félagsins fyrir liðið starfsár skulu lagðir fram ásamt athugasemdum endurskoðenda félagsins til samþykktar.3. Tekin skal ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu.4. Kjör stjórnar.5. Kjör endurskoðenda.6. Ákvörðun skal tekin um greiðslur til stjórnarmanna fyrir störf þeirra á starfsárinu.7. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Til máls tóku undir þessum lið: Jón Grímsson. Jón Grímsson, leggur til að Jóni Helga Björnssyni verði falið að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi Orkuveitu Húsavíkur ohf. og Hjálmari Boga Hafliðasyni til vara. Tillagan samþykkt með atkvæðum, Gunnlaugs, Jóns Helga, Olgu, Jóns Grímssonar, Soffíu, Sigríði, Dóru Fjólu og Hjálmars Boga.Trausti sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

5.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 89

Málsnúmer 1203010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 89. fundar skipulags- og byggingarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir lið 2: Soffía. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

6.Ungmennaráð Norðurþings - 2

Málsnúmer 201203002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 2. fundar Ungmennaráðs Norðurþings til staðfestingar. Til máls tóku undir lið 1 til 7: Hjálmar Bogi, Olga, Bergur, Soffía, Jón Grímsson, Jón Helgi, Sigríður, Gunnlaugur og Trausti. Bæjarstjórn leggur til að málum 1., 3. og 4. í fundargerðinni verði vísað til tómstunda- og æskulýðsnefndar til frekari úrvinnslu. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

7.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 12

Málsnúmer 201203001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 12. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir lið 1 : Hjálmar Bogi og Trausti.Til máls tóku undir lið 2: Sigríður og Bergur.Til máls tóku undir lið 3: Trausti og Hjálmar Bogi. Til máls tóku undir lið 8: Jón Grímsson og Hjálmar Bogi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

8.Bæjarráð Norðurþings - 40

Málsnúmer 201203003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 40. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir lið 6: Jón Helgi.Til máls tóku undir lið 15: Hjálmar Bogi og Bergur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

9.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 13

Málsnúmer 201203004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 13. fundar fræðslu- og menningarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir lið 4: Dóra Fjóla, Soffía, Hjálmar Bogi, Bergur, Olga, Trausti, Jón Helgi og Sigríður.Til máls tóku undir lið 8: Trausti, Soffía, Olga, Jón Helgi, Bergur og Jón Grímsson. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

10.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 16

Málsnúmer 201203005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 16. fundar framkvæmda- og hafnanefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir lið 4: Hjálmar Bogi.Til máls tóku undir lið 6: Hjálmar Bogi.Til máls tóku undir lið 12: Jón Helgi, Hjálmar Bogi, Trausti, Olga og Bergur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

11.Bæjarráð Norðurþings - 41

Málsnúmer 201203006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 41. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

12.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 90

Málsnúmer 1203007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 90. fundar skipulags- og byggingarnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

13.Bæjarráð Norðurþings - 42

Málsnúmer 1203008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 42. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir lið 2: Jón Grímsson, Jón Helgi og Soffía.Til máls tóku undir lið 4: Soffía, Bergur og Hjálmar Bogi.Til máls tóku undir lið 6: Hjálmar Bogi og Bergur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

Fundi slitið - kl. 19:30.