Endurskoðun deiliskipulags miðhafnarsvæðis
Málsnúmer 201105013
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 89. fundur - 01.03.2012
Per Langsöe Christensen mætti til fundarins.Til umræðu voru þau sjónarmið sem fram komu á almennum kynningarfundi sem haldinn var 27. febrúar s.l. Í ljósi umræðu á fundinum, óska Soffía, Katý og Hilmar Dúi úttektar Mannvirkjastofnunar á stiga og brú af þaki Hafnarstéttar 11, með tilliti til hæðar, öryggis, aðgengis ofl., t.d. slökkvibíla ofl. Fyrir liggur ósk frá Garðarshólma um breytingar á nýtingarhlutfalli og hæð byggingar á lóð Hafnarstéttar 33. Fallist er á að auka nýtingarhlutfall lóðarinnar í 0,8 og tryggt verði að skilgreind mænishæð á lóðinni heimili frágang burðarvirkis og einangrunar yfir núverandi þaki. Ákveðnar voru nokkrar breytingar á deiliskipulagstillögunni, f.o.f. á texta greinargerðar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan með ofangreindum breytingum verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga. Í auglýsingu komi fram að þeir sem óski birtingar á athugasemdum sínum á heimasíðu sveitarfélagsins komi þeim óskum skýrlega á framfæri við skipulagsfulltrúa.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 16. fundur - 14.03.2012
;
Per Langsöe Christensen kynnti tillögu að endurskoðun deiliskipulags miðhafnarsvæðis Húsavíkur. Til umræðu voru þau sjónarmið sem fram komu á almennum kynningarfundi sem haldinn var 27. febrúar s.l. og tillögur skipulags- og byggingarnefndar að breytingum á fyrri skipulagstillögu í kjölfar kynningarfundarins. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að tillagan með breytingum verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.
;
Framkvæmda- og hafnanefnd felst á tillögu skipulags- og byggingarnefndar eins og hún liggur fyrir og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 90. fundur - 28.03.2012
Kynnt var svar Mannvirkjastofnunar vegna fyrirspurnar um stiga og brú um Hafnarstétt 11. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjafa að skilgreina byggingarrétt til norðurs úr Hvalasafni til samræmis við afgreiðslu liðar 1. Um er að ræða breytingu frá tillögu nefndarinnar frá 1. mars s.l. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi með ofangreindum breytingum verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.
Bæjarstjórn Norðurþings - 13. fundur - 03.04.2012
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu breytingar að tillögum um endurskoðun deiliskipulags miðhafnarsvæðis sem tekið hefur verið fyrir á 90. fundi skipulags- og byggingarnefndar ásamt 16. fundi framkvæmda- og hafnanefndar. Afgreiðsla 90. fundar skipulags- og byggingarnefndar er eftirfarandi: Kynnt var svar Mannvirkjastofnunar vegna fyrirspurnar um stiga og brú um Hafnarstétt 11.Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjafa að skilgreina byggingarrétt til norðurs úr Hvalasafni til samræmis við afgreiðslu 1. liðar fundargerðarinnar.
Um er að ræða breytingu frá tillögu nefndarinnar frá 1. mars s.l.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi með
ofangreindum breytingum verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.Tillagan hefur áður fengið afgreiðslu framkvæmda- og hafnanefndar. Til máls tóku undir þessum lið: Jón Grímsson, Hjálmar Bogi, Soffía, Trausti og Dóra Fjóla. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.
Um er að ræða breytingu frá tillögu nefndarinnar frá 1. mars s.l.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi með
ofangreindum breytingum verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.Tillagan hefur áður fengið afgreiðslu framkvæmda- og hafnanefndar. Til máls tóku undir þessum lið: Jón Grímsson, Hjálmar Bogi, Soffía, Trausti og Dóra Fjóla. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 92. fundur - 09.05.2012
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti svarbréf Skipulagsstofnunar vegna breytingar aðalskipulags miðhafnarsvæðis. Stofnunin telur að bregðast verði við umsögn Siglingastofnunar frá 17. febrúar s.l. áður en tillaga að deiliskipulagi er auglýst til almennrar kynningar. Í umsögn sinni telur Siglingastofnun að stóraukin starfsemi við ferðaþjónustu á svæðinu samrýmist illa umferð við hafnarvogina og valdi slysahættu. Því telur stofnunin að færa verði hafnarvogina þannig að hún verði aðskilin frá óviðkomandi umferð. Dóra Fjóla og Guðlaug telja að unnt verði að aðskilja umferð ferðamanna og umferð við hafnarvog á núverandi stað, þrátt fyrir útvíkkun blandaðs svæðis fyrir ferðaþjónustu og hafnarstarfsemi eins og lagt er upp með í tillögu að breyttu deiliskipulagi og samhliða breytingu aðalskipulags. Því sé ekki brýn þörf á flutningi hafnarvogar. Soffía og Hilmar taka undir sjónarmið Siglingastofnunar eins og margoft hefur komið fram og taka því ekki undir ofangreinda afstöðu Dóru Fjólu og Guðlaugar. Soffía og Hilmar leggja til að afstaða verði tekin til athugasemdarinnar í framkvæmda- og hafnanefnd. Meirhluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd og bæjarstjórn að deiliskipulagið verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga án breytinga á þessu stigi. Soffía situr hjá.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 18. fundur - 09.05.2012
Farið yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar við tillögu um breytingar skipulags miðhafnarsvæðis. Í umsögn sinni telur Siglingastofnun að stóraukin starfsemi við ferðaþjónustu á svæðinu samrýmist illa umferð við hafnarvogina og valdi slysahættu. Því telur stofnunin að færa verði hafnarvogina þannig að hún verði aðskilin frá óviðkomandi umferð.
Meirihluti framkvæmda- og hafnanefndar telur að unnt verði að aðskilja umferð ferðamanna og umferð við hafnarvog á núverandi stað, þrátt fyrir útvíkkun blandaðs svæðis fyrir ferðaþjónustu og hafnarstarfsemi eins og lagt er upp með í tillögu að breyttu deiliskipulagi og samhliða breytingu aðalskipulags. Því sé ekki brýn þörf á flutningi hafnarvogar. Við endurskoðun deiliskipulags suðurhafnarsvæðis verði þó skoðaður möguleiki á flutningi hafnarvogar yfir á hreint hafnarsvæði. Hjálmar Bogi tekur undir umsögn Siglingastofnunar Framkvæmda- og hafnanefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga án breytinga á þessu stigi.
Bæjarstjórn Norðurþings - 15. fundur - 15.05.2012
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 92. fundi skipulags- og byggingarnefndar sem fram fór 9. maí s.l. Erindið var einnig til afgreiðslu í framkvæmda- og hafnanefnd undir liðnum "tillögu að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings vegna miðhafnarsvæðis". Eftirfarandi sjá afgreiðslur nefndanna. Afgreiðsla framkvæmda- og hafnarnefndar er eftirfarandi:
"Meirihluti framkvæmda- og hafnanefndar telur að unnt verði að aðskilja umferð ferðamanna og umferð við hafnarvog á núverandi stað, þrátt fyrir útvíkkun blandaðs svæðis fyrir ferðaþjónustu og hafnarstarfsemi eins og lagt er upp með í tillögu að breyttu deiliskipulagi og samhliða breytingu aðalskipulags. Því sé ekki brýn þörf á flutningi hafnarvogar. Við endurskoðun deiliskipulags suðurhafnarsvæðis verði þó skoðaður möguleiki á flutningi hafnarvogar yfir á hreint hafnarsvæði. Hjálmar Bogi tekur undir umsögn Siglingastofnunar.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagið verð kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga án breytinga á þessu stigi".
Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar er eftirfarandi:
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti svarbréf Skipulagsstofnunar vegna breytingar aðalskipulags miðhafnarsvæðis.
Stofnunin telur að bregðast verði við umsögn Siglingastofnunar frá 17. febrúar s.l. áður en tillaga að deiliskipulagi er auglýst til almennrar kynningar.
Í umsögn sinni telur Siglingastofnun að stóraukin starfsemi við ferðaþjónustu á svæðinu samrýmist illa umferð við hafnarvogina og valdi slysahættu. Því telur stofnunin að færa verði hafnarvogina þannig að hún verði aðskilin frá óviðkomandi umferð.
Dóra Fjóla og Guðlaug telja að unnt verði að aðskilja umferð ferðamanna og umferð við hafnarvog á núverandi stað, þrátt fyrir útvíkkun blandaðs svæðis fyrir ferðaþjónustu og hafnarstarfsemi eins og lagt er upp með í tillögu að breyttu deiliskipulagi og samhliða breytingu aðalskipulags.
Því sé ekki brýn þörf á flutningi hafnarvogar.
Soffía og Hilmar taka undir sjónarmið Siglingastofnunar eins og margoft hefur komið fram og taka því ekki undir ofangreinda afstöðu Dóru Fjólu og Guðlaugar. Soffía og Hilmar leggja til að afstaða verði tekin til athugasemdarinnar í framkvæmda- og hafnanefnd.
Meirhluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd og bæjarstjórn að deiliskipulagið verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga án breytinga á þessu stigi.
Soffía situr hjá". Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Olgu, Hjálmars Boga, Sigríðar, Trausta, Jóns Helga, Jóns Grímssonar og Þráins. Soffía sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
"Meirihluti framkvæmda- og hafnanefndar telur að unnt verði að aðskilja umferð ferðamanna og umferð við hafnarvog á núverandi stað, þrátt fyrir útvíkkun blandaðs svæðis fyrir ferðaþjónustu og hafnarstarfsemi eins og lagt er upp með í tillögu að breyttu deiliskipulagi og samhliða breytingu aðalskipulags. Því sé ekki brýn þörf á flutningi hafnarvogar. Við endurskoðun deiliskipulags suðurhafnarsvæðis verði þó skoðaður möguleiki á flutningi hafnarvogar yfir á hreint hafnarsvæði. Hjálmar Bogi tekur undir umsögn Siglingastofnunar.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagið verð kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga án breytinga á þessu stigi".
Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar er eftirfarandi:
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti svarbréf Skipulagsstofnunar vegna breytingar aðalskipulags miðhafnarsvæðis.
Stofnunin telur að bregðast verði við umsögn Siglingastofnunar frá 17. febrúar s.l. áður en tillaga að deiliskipulagi er auglýst til almennrar kynningar.
Í umsögn sinni telur Siglingastofnun að stóraukin starfsemi við ferðaþjónustu á svæðinu samrýmist illa umferð við hafnarvogina og valdi slysahættu. Því telur stofnunin að færa verði hafnarvogina þannig að hún verði aðskilin frá óviðkomandi umferð.
Dóra Fjóla og Guðlaug telja að unnt verði að aðskilja umferð ferðamanna og umferð við hafnarvog á núverandi stað, þrátt fyrir útvíkkun blandaðs svæðis fyrir ferðaþjónustu og hafnarstarfsemi eins og lagt er upp með í tillögu að breyttu deiliskipulagi og samhliða breytingu aðalskipulags.
Því sé ekki brýn þörf á flutningi hafnarvogar.
Soffía og Hilmar taka undir sjónarmið Siglingastofnunar eins og margoft hefur komið fram og taka því ekki undir ofangreinda afstöðu Dóru Fjólu og Guðlaugar. Soffía og Hilmar leggja til að afstaða verði tekin til athugasemdarinnar í framkvæmda- og hafnanefnd.
Meirhluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd og bæjarstjórn að deiliskipulagið verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga án breytinga á þessu stigi.
Soffía situr hjá". Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Olgu, Hjálmars Boga, Sigríðar, Trausta, Jóns Helga, Jóns Grímssonar og Þráins. Soffía sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 94. fundur - 11.07.2012
Kynningarferli nýs deiliskipulags fyrir miðhafnarsvæði Húsavíkur er lokið og var athugasemdafrestur gefinn til 6. júlí. Engin athugasemd barst við skipulagstillöguna á kynningartíma. Þó liggur fyrir ósk Stefáns Guðmundssonar f.h. Hvalaferða ehf um rýmri nýtingarrétt á lóðinni að Hafnarstétt 5 en fyrir liggur í kynntri tillögu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að nýtingarhlutfall lóðarinnar að Hafnarstétt 5 verði 0,63 til samræmis við óskir lóðarhafa og er skipulagsráðgjafa falið að færa þá breytingu inn á skipulagsuppdrátt. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn Norðurþings að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt með innfærðri ofangreindri smávægilegu breytingu og að undangenginni breytingu aðalskipulags sem kynnt var samhliða deiliskipulagstillögunni.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 95. fundur - 15.08.2012
Á fundi nefndarinnar þann 11. júlí s.l. var staðhæft að engin athugasemd hefði borist við kynningu tillögu deiliskipulags miðhafnarsvæðis. Í ljós kom hinsvegar að athugasemdir bárust Norðurþingi frá Braga Sigurðssyni innan tilskilins frests með bréfi dags. 5. júlí 2012. Nefndin harmar þau mistök sem leiddu til þess að athugasemdirnar lágu ekki fyrir á síðasta fundi og biður hlutaðeigandi afsökunar á því. Athugasemdir Braga snúa bæði að tillögu að breytingu aðalskipulags á miðhafnarsvæði sem og tillögu að nýju deiliskipulagi miðhafnarsvæðis. Breyting aðalskipulagsins heyrir undir hafnarnefnd og fjallar því skipulags- og byggingarnefnd eingöngu um þær athugasemdir sem snúa að tillögu að breyttu deiliskipulagi. Bragi er í heild algerlega á móti deiliskipulagi miðhafnarsvæðis. 1. Skipulagið telur hann snúast um að hygla einum ferðaþjónustuaðlila á miðhafnarsvæðinu á kostnað annara aðila. Viðbrögð: Skipulagsnefnd hafnar því að deiliskipulagið snúist um að hygla einstökum aðila í ferðaþjónustu. Umsvif í ferðaþjónustu á Húsavík hafa aukist verulega á síðustu 15 árum. Þar er einkum um um að ræða sjávartengda ferðaþjónustu við hvalaskoðun. Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar telur eðlilegt að ætla ferðaþjónustunni aukin rýmildi á og við hafnarsvæði eins og deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir. 2. Bragi telur að markvisst sé unnið að því að koma útgerðum úr verbúðum hafnarsjóðs m.a. með háu leiguverði. Minnt er á að ríkið hafi borið 40% uppbyggingarkostnaðar hússins enda yrðu verbúðirnar leigðar út gegn vægu gjaldi. Viðbrögð: Skipulags- og byggingarnefnd hefur ekki umsýslu með úthlutun verbúða eða leiguverði, en skipulagslega má vera hvort heldur sem er útgerð eða þjónusta í verbúðarhúsinu skv. skipulagstillögunni. 3. Bragi hafnar því alfarið að stigi yfir sundið norðan við verbúð verði þar áfram. Brúin sé rúmlega einum metra of lág og hindri umferð stærri tækja (þ.m.t. slökkvibíla) að verbúðum. Nægar aðrar leiðir séu frá bakkanum niður til hafnarsvæðis. Viðbrögð: Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar telur að brúin yfir sundið sé mikilvæg samgönguleið gangandi vegfarenda milli hafnarsvæðis og Garðarsbrautar. Því gerir deiliskipulagstillagan ráð fyrir að brú megi vera áfram yfir sundið. Nefndinni hafa ekki borist athugasemdir frá eldvarnareftirliti gagnvart hæð brúarinnar fyrir umferð slökkvibíla og kannast ekki við að hæð brúarinnar sé á neinn hátt ólögleg. 4. Bragi áréttar að kvöð verði um akstur frá Gamla sláturhúsi og alla leið suður vestan við Naust, Svartabakka og verbúðir hafnarsjóðs suður til suðurgarðs. Viðbrögð: Í deiliskipulagstillögunni er skilgreind kvöð um akstursleið frá Gamla sláturhúsi (nú Hvalasafni) suður vestan við Naust, Svartabakka og verbúðir. 5. Bragi hafnar hugmyndum um að heimila byggingu upp fyrir ofan bakka á Hafnarstétt 11. Fullbyggja ætti skv. gildandi byggingarrétti og láta þar við sitja. Viðbrögð: Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að lóðarhafi að Hafnarstétt 11 geti valið um að fullnýta núverandi byggingarrétt Hafnarstéttar 11, eða nýta hann að hluta og fá í staðinn bráðabirgðaheimild fyrir allt að 45 m² húsi ofan bakka. Eins og áður kemur fram telur meirihluti nefndarinnar gönguleið um þak Hafnarstéttar 11 og brú til hafnarstéttar mikilvæga samgönguleið. Ennfremur telur nefndin eðlilegt að heimila jafnvægi til aðstöðusköpunar tveggja samkeppnisaðila í hvalaskoðunarferðum ofan bakka. Því ákvað skipulagsnefndin að gera tillögu að breytingum byggingarréttar að Hafnarstétt 11 í skipulagstillögunni. Soffía og Katý taka undir sjónarmið Braga um að réttast væri að fullbyggja skv. núverandi byggingarrétti og heimila ekki byggingu ofan bakka innan lóðarinnar. 6. Bragi hafnar alfarið breyttum byggingarrétti að Hafnarstétt 19. Sérstaklega telur hann að byggingarréttur fram í húslínu verbúðar og bílastæði framan við byggingarreit skerði aðkomu að verbúðarhúsi og þrengi þar enn og aftur að sjómönum á hafnarsvæðinu. Viðbrögð: Skipulags- og byggingarnefnd fól skipulagsráðgjafa að gera tillögu að breyttri og aukinni nýtingu lóðarinnar að Hafnarstétt 19 með það m.a. sem útgangspunkt að nýtt/breytt mannvirki skyggði lítið sem ekkert á kirkjuna séð frá Hafnarstétt. Nefndin telur tillögu ráðgjafa góða og því er hún innfærð í deiliskipulagstillöguna. Sýnd mörk lóðar að Hafnarstétt 19 eru skv. þinglýstum lóðarleigusamningi og því ekki um að ræða þrengingu á gildandi umferðarrétti almennings í skipulagstillögunni. 7. Bragi telur að aðeins eigi að heimila rútum að stöðva tímabundið á miðhafnarsvæði til að hleypa út farþegum. Þeim verði síðan vísað á bílastæði sunnan skipulagssvæðis. Viðbrögð: Skipulagstillagan gerir ráð fyrir skammtímabílastæðum fyrir rútur við aðalgangstétt gegnt Hvalasafni og Saltvík og á ferðamannatímanum einnig gegnt Gamla Bauk. Að öðru leyti eru rútustæði á uppfyllingum í Stangarbakkafjöru sunnan skipulagssvæðisins. 8. Bragi telur ekki til bóta að gera ráð fyrir aðstöðu söluvagna á hafnarsvæðinu enda sé örtröðin næg fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki að litlir reitir undir torgsölu á skipulagstillögunni valdi verulegri aukningu á örtröð á hafnarsvæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd þakkar Braga athugasemdir og ábendingar en telur þær þó ekki gefa tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni. Þau sjónarmið sem fram koma í athugasemdum hafa áður komið fram við vinnslu skipulagstillögunnar og því búið að taka afstöðu til þeirra í kynntri tillögu. Nefndin leggur því til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarráð í umboði bæjarstjórnar að deiliskipulagstillagan verði samþykkt án breytinga að undangenginni breytingu aðalskipulags sem auglýst var samtímis deiliskipulagstillögunni.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 21. fundur - 20.08.2012
Fyrir nefndinni liggur til umsagnar tillaga að nýju deiliskipulagi á miðhafnarsvæðinu á Húsavík. Nefndin gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu s&b nefndar á tillögunni og leggur til að deiliskipulagið verði samþykkt í bæjarstjórn.
Per Langsöe Christensen kynnti breytta tillögu að deiliskipulagi miðhafnarsvæðis.
Sérstaklega kynnti hann tvær hugmyndir sýnar um byggingarmöguleika á lóðum að Hafnarstétt 19-23.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á fundi sínum miðvikudaginn 15. feb. sl. að skipulagstillögunni yrði breytt til þess að heimila fyrirkomulag eins og teiknað er upp í tillögu "A".
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillögu s&b um að deilskipulagstillaga A verði kynnt á almennum íbúafundi.