Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

94. fundur 11. júlí 2012 kl. 13:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Grímsson formaður
  • Soffía Helgadóttir varaformaður
  • Guðlaug Gísladóttir aðalmaður
  • Dóra Fjóla Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Hilmar Dúi Björgvinsson aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun deiliskipulags miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201105013Vakta málsnúmer

Kynningarferli nýs deiliskipulags fyrir miðhafnarsvæði Húsavíkur er lokið og var athugasemdafrestur gefinn til 6. júlí. Engin athugasemd barst við skipulagstillöguna á kynningartíma. Þó liggur fyrir ósk Stefáns Guðmundssonar f.h. Hvalaferða ehf um rýmri nýtingarrétt á lóðinni að Hafnarstétt 5 en fyrir liggur í kynntri tillögu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að nýtingarhlutfall lóðarinnar að Hafnarstétt 5 verði 0,63 til samræmis við óskir lóðarhafa og er skipulagsráðgjafa falið að færa þá breytingu inn á skipulagsuppdrátt. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn Norðurþings að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt með innfærðri ofangreindri smávægilegu breytingu og að undangenginni breytingu aðalskipulags sem kynnt var samhliða deiliskipulagstillögunni.

2.Skipulagsstofnun, breyting á legu Þeistareykjalínu og Hólasandslínu við Bakka. Færsla á tengivirki.-beiðni um umsögn

Málsnúmer 201206077Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér tillögu Landsnets að breyttri legu Þeistareykjalínu og Hólasandslínu við Bakka og tilheyrandi færslu á tengivirki. Ný staðsetning tengivirkis austan þjóðvegar við Bakka mun að líkindum valda minni umhverfisáhrifum en sú lega sem áður var gert ráð fyrir vestan þjóðvegar. Loftlínur munu ekki þvera þjóðveg 85 eins og fyrri hugmyndir gerðu ráð fyrir og munu því sjónræn áhrif línanna minnka verulega. Tilfærsla á línunni sjálfri sunnan þjóðvegar breytir litlu frá fyrri hugmyndum, en hún er þó nokkru styttri og færist lítillega lengra frá nágrönnum á Héðinshöfða sem verður að teljast jákvætt. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings telur tilfærslu lína og spennivirkis umhverfislega til bóta. Nefndin telur ekki tilefni til að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

3.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Sigríði K. Hjálmarsdóttur f.h. Heiðarbær, veitingar sf.

Málsnúmer 201206088Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um endurnýjun rekstrarleyfis til sölu gistingar og veitinga að Heiðarbæ. Skipulags- og byggingarnefnd veitir jákvæða umsögn um erindið.

4.Aðalgeir Sævar Óskarsson f.h. gistihúsanna Höfða og Hamrahlíðar, sækir um leyfi fyrir auglýsingaskilti

Málsnúmer 201206066Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að setja niður laust skilti á trönum til að merkja starfsemi gistihúsa að Höfða og Hamrahlíð. Skiltið yrði sett niður þar sem áður stóðu Bessastaðir. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á erindið.

5.Eigendur e. hæðar Stóragarði 4 sækja um byggingarleyfi fyrir 21 m² geymslu á lóð Stóragarðs 4

Málsnúmer 201207004Vakta málsnúmer

Meðfylgjandi umsókn er rissmynd af fyrirhuguðu húsi. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða byggingu fyrir nágranna að Stóragarði 6 og afla umsagnar eldvarnareftirlits. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi berist ekki athugasemdir við kynninguna og að fengnum fullnægjandi gögnum.

6.Eigendur e. hæðar Stóragarði 4 sækja um byggingarleyfi fyrir svalir á íbúðarhúsið

Málsnúmer 201207006Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeiganda í húsinu, jákvæð umsögn húsafriðunarnefndar og munnlegt samþykki næsta nágranna. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingu svalanna, enda verði þess gætt að allur frágangur og útlit verði í samræmi við aldur og gerð hússins. Áður en framkvæmdir hefjast skal umsækjandi skila inn til byggingarfulltrúa umsögn húsafriðunarnefndar um nánari útfærslu á frágangi svalanna.

7.Þráinn Gunnarsson óskar eftir leyfi til að breyta gluggum að Brúnagerði 6

Málsnúmer 201206072Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að breyta gluggum að Brúnagerði 6 skv. meðfylgjandi rissmynd. Erindið var afgreitt af byggingarfulltrúa 25. júní s.l. Lagt fram til kynningar.

8.Norðursigling sækir um stöðuleyfi fyrir söluaðstöðu fyrir ofan Skuld, Húsavík

Málsnúmer 201206030Vakta málsnúmer

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 2 m² miðasöluaðstöðu í stað núverandi "sendiherra". Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar fellst á stöðuleyfi fyrir fyrirhugaðri aðstöðu til loka október 2012. Soffía leggst gegn leyfi fyrir nýju mannvirki á svæðinu og telur að málið hafi verið fullafgreitt á síðasta fundi.

Fundi slitið - kl. 13:00.