Norðursigling sækir um stöðuleyfi fyrir söluaðstöðu fyrir ofan Skuld, Húsavík
Málsnúmer 201206030
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 93. fundur - 14.06.2012
Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir lítinn söluskúr á lóð Hafnarstéttar 11 ofan bakka við Garðarsbraut. Skipulags- og byggingarnefnd fellst ekki á erindið.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 94. fundur - 11.07.2012
Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 2 m² miðasöluaðstöðu í stað núverandi "sendiherra". Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar fellst á stöðuleyfi fyrir fyrirhugaðri aðstöðu til loka október 2012. Soffía leggst gegn leyfi fyrir nýju mannvirki á svæðinu og telur að málið hafi verið fullafgreitt á síðasta fundi.