Fara í efni

Skipulagsstofnun, breyting á legu Þeistareykjalínu og Hólasandslínu við Bakka. Færsla á tengivirki.-beiðni um umsögn

Málsnúmer 201206077

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 94. fundur - 11.07.2012

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér tillögu Landsnets að breyttri legu Þeistareykjalínu og Hólasandslínu við Bakka og tilheyrandi færslu á tengivirki. Ný staðsetning tengivirkis austan þjóðvegar við Bakka mun að líkindum valda minni umhverfisáhrifum en sú lega sem áður var gert ráð fyrir vestan þjóðvegar. Loftlínur munu ekki þvera þjóðveg 85 eins og fyrri hugmyndir gerðu ráð fyrir og munu því sjónræn áhrif línanna minnka verulega. Tilfærsla á línunni sjálfri sunnan þjóðvegar breytir litlu frá fyrri hugmyndum, en hún er þó nokkru styttri og færist lítillega lengra frá nágrönnum á Héðinshöfða sem verður að teljast jákvætt. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings telur tilfærslu lína og spennivirkis umhverfislega til bóta. Nefndin telur ekki tilefni til að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.