Arnhildur Pálmadóttir, verkefnið "skapandi tæknimenntastofa"
Málsnúmer 201203085
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 42. fundur - 29.03.2012
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Arnhildi Pálmadóttur, þar sem kynnt er verkefnið "skapandi tæknimenntastofa". Hugmyndin um skapandi tæknimenntastofu felur í sér tölvu,tækni og hönnunar LAB. Bréfritari er að kanna hvort áhugi sé hjá sveitarfélaginu að koma að þessu verkefni með einhverjum hætti. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um verkefnið.
Bæjarráð Norðurþings - 43. fundur - 18.04.2012
Máið var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráð og var bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara. Bæjarstjóri fór yfir verkefnið og kynnti þær hugmyndir að baki þess liggja. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar beiðni um leigu á Verbúð til framkvæmda- og hafnanefndar. Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til að ganga frá samningum við bréfritara um verkefnið.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 18. fundur - 09.05.2012
Hönnunarverksmiðjan sækir um afnot af verbúð, helst þá syðstu, fyrir Tæknismiðju sem er aðstaða fyrir menntastofnanir bæjarins, Borgarhólsskóla, Framhaldsskólann, Þekkingarnet Þingeyinga og þar með alla bæjarbúa til að læra á og nota nútímatækni fyrir framleiðslu og hönnun. Meirihluti framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að verkefnið fái afnot af einni verbúð endurgjaldslaust í eitt ár frá 1. júní nk. að telja.Arnar telur óásættanlegt að húsnæði hafnarsjóð sé ráðstafað án gjaldtöku til einstaklinga eða fyrirtækja.