Hermann Bárðarson f.h. Hvalamiðstöðvar óskar eftir að skilgreindur verði stærri byggingarreitur að Hafnarstétt 1
Málsnúmer 201203093
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 90. fundur - 28.03.2012
Óskað er eftir að skilgreindur verði byggingarreitur norðan við húsnæði Hvalasafnsins að Hafnarstétt 1. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að skilgreindur verði í deiliskipulagstillögu byggingarreitur fyrir viðbyggingu við Hvalasafnið til samræmis við hugmyndir sem fram koma í erindi. Nefndin telur þó ekki rétt að byggingarreitur gangi nær gangstétt í Naustagili en 4 m.