Trésmiðjan Rein ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Kaldbak
Málsnúmer 201206025
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 93. fundur - 14.06.2012
Óskað er eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi athafnasvæðis við Kaldbak. Breytingin feli í sér lengingu lóðar sem Trésmiðjan Rein hefur verið úthlutað á svæðinu. Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar telur umrædda breytingu óverulega og því megi fara með hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Breytingin felur í sér lengingu lóðar og byggingarreits á áður úthlutaðri lóð að Víðmóum 14 á kostnað annarar óráðstafaðrar lóðar að Víðimóum 12. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að grenndarkynna tillögu að breytingu deiliskipulags til samræmis við ósk umsækjanda. Umrædd breyting verði færð inn í endurskoðun deiliskipulags á svæðinu sem nú er í vinnslu. Hannes sat hjá við þessa afgreiðslu.