Sóknarnefnd Raufarhafnarkirkju óskar eftir að útbúið verði bílplan austan við kirkjuna
Málsnúmer 201206068
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 20. fundur - 10.07.2012
Á sóknarnefndarfundi 21. maí sl. var ákveðið að fara fram á við Norðurþing að útbúið verði bílaplan austan við Raufarhafnarkirkju.Einnig vill sóknarnefndin koma á framfæri ósk um að vatn verði leitt upp í kirkjugarðinn. Framkvæmda- og hafnanefnd hafnar því að gert verði bílaplan austan við kirkjuna að svo komnu máli en bendir á bílastæði vestan við kirkju á gamla Norðursílarplaninu. F&h nefnd samþykkir að aðgengi frá planinu að kirkjunni verði bætt.