Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, ósk um áætlun frá Norðurþingi
Málsnúmer 201207001
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 49. fundur - 19.07.2012
Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem nefndin óskar eftir áætlun, í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 502/2012, og samkvæmt viðmiði 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hinn 1. janúar 2012. Að teknu tilliti til útreikninga skv. IV. kafla framangreindrar reglugerðar þarf sveitarfélagið að samþykkja, fyrir 1. september 2012, áætlun um hvernig það hyggist ná settum viðmiðum. Samkvæmt reglugerðinni er heimilt að gera ráð fyrir að viðmiðunum verði náð á allt að 10 árum.Ráðherra getur veitt sveitarstjórn frest í allt að 10 vikur til að ljúka afgreiðslu áætlunar ef brýn nauðsyn krefur, enda liggi fyrir rökstudd beiðni ásamt tímasettri áætlun.Eftirlistnefndin óskar eftir að svör berist eigi síðar en 1. september 2012. Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara nefndinni og sækja í leið um frest á skilum á 10 ára áætlun samkvæmt heimild í reglugerð. Friðrik óskar bókað:Ég vil vekja athygli á því að um helmingur sveitarfélaga landsins hefur fengið sambærileg bréf frá EFS.