Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Fjallalamb hf. ósk um samstarf við nýtingu atvinnutækifæra
Málsnúmer 201207025Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Fjallalambi hf þar sem óskað er eftir samstarfi um nýtingu atvinnutækifæra. Fram kemur í erindinu að Framfarafélag Öxarfjarðar í samstarfi við fyrirtæki í staðnum, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga og starfsmanna Nýsköpurnarmiðstöðvar Íslands á Húsavík hafa farið yfir og metið verkefni sem mögulegt er að framkvæma. Tvö verkefni eru nærtæk til framvæmda en það eru "Nýting berja til atvinnusköpunar" og "Horn og bein til hagvaxtar". Bæði verkefnin eru líkleg til atvinnusköpunar og má gera ráð fyrir a.m.k. einu ársverki í hvoru þeirra. Fyrirspurnir sem Fjallalamb hefur fengið vegna síðarnefnda verkefnisins "Horn og bein til hagvaxtar" styðja það að það er markaður til. Aðstaða og búnaður er að mestu til hjá Fjallalambi en verkefnið stuðlar að bættri nýtingu hráefna, minnkun úrgangs og umhverfisvænni vinnslu og fellur því vel að hugmyndum umhverfis- og samfélagslegri ábyrgð framleiðanda og fyrirtækja.Fjallalamb leitar því eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing um að hrinda verkefnunum í framkvæmd, ráðinn verði starfsmaður til 1 - 3 ár með starfsstöð á Kópaskeri. Framlag sveitarfélagsins felst í að tryggja starfsmanni laun, þegar kemur að því að verkefnið skili tekjjum ganga þær til greiðslu kostnaðar og launa starfsmanns. Framlag sveitarfélagsins verður því vonandi víkjandi. Óskað er eftir viljayfirlýsingu sveitarfélagsins um framangreint samstarf. Verkefnið er háð því að réttur aðili (starfsmaður) finnist til að leiða, vinna og hrinda í framkvæmd verkefnið samkvæmt viðskiptaáætlun. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið en telur sér ekki fært að styðja það fjárhagslega. Bendir bæjarráð á að hægt er að sækja í vaxtasamning og aðra sjóði sem sérstaklega sinna verkefnum á sviði nýsköpunar.
2.Fundargerðir Sambands orkusveitarfélaga 2012
Málsnúmer 201202084Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð Sambands Orkusveitarfélaga.
3.Mál varðandi stóriðju á Bakka
Málsnúmer 201012092Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur málefni stóriðju á Bakka.Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri, lagði fram minnisblað til kynningar um verkefnin sem unnið hefur verið að undan farið.
4.Sparkvöllur á Raufarhöfn
Málsnúmer 201203009Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir í framkvæmda- og hafnanefnd og varðar uppbyggingu sparkvallar á Raufarhöfn. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdum við verkið verði frestað enda fylgja því ekki fjármunir og leggur til að gert verði ráð fyrir fjármunum í verkið við fjárhagsáætlunargerð 2013. Bæjarstjóri lagði fram drög að samkomulagi milli sveitarfélagsins og Umgmennafélagsins Austra á Raufarhöfn. Samkomulagið felur í sér sameiginlega fjármögnun um verkefnið. Bæjarráð samþykkkir og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn. Framlag sveitarfélagsins vegna samkomulagsins nemur allt að 11 milljónir króna. Friðrik óskar bókað:Ég fagna því að enn finnist fjármagn í sveitarsjóði fyrir gervigrasi.
5.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, ósk um áætlun frá Norðurþingi
Málsnúmer 201207001Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem nefndin óskar eftir áætlun, í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 502/2012, og samkvæmt viðmiði 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hinn 1. janúar 2012. Að teknu tilliti til útreikninga skv. IV. kafla framangreindrar reglugerðar þarf sveitarfélagið að samþykkja, fyrir 1. september 2012, áætlun um hvernig það hyggist ná settum viðmiðum. Samkvæmt reglugerðinni er heimilt að gera ráð fyrir að viðmiðunum verði náð á allt að 10 árum.Ráðherra getur veitt sveitarstjórn frest í allt að 10 vikur til að ljúka afgreiðslu áætlunar ef brýn nauðsyn krefur, enda liggi fyrir rökstudd beiðni ásamt tímasettri áætlun.Eftirlistnefndin óskar eftir að svör berist eigi síðar en 1. september 2012. Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara nefndinni og sækja í leið um frest á skilum á 10 ára áætlun samkvæmt heimild í reglugerð. Friðrik óskar bókað:Ég vil vekja athygli á því að um helmingur sveitarfélaga landsins hefur fengið sambærileg bréf frá EFS.
6.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 20
Málsnúmer 1207002Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til staðfestingar, í umboði bæjarstjórnar, fundargerð 20. fundar framkvæmda- og hafnanefndar.Til máls tóku undir fundargerðinni:Trausti, Jón Helgi, Friðrik, Gunnlaugur og Bergur. Fundargerðin staðfest.
7.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 94
Málsnúmer 1207003Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til staðfestnigar, í umboði bæjarstjórnar, fundargerð 94. fundar skipulags- og byggingarnefndar. Bæjarráð staðfestir fundargerði 94. fundar skipulags- og byggingarnefndar.
Fundi slitið - kl. 18:00.