Fjallalamb hf. ósk um samstarf við nýtingu atvinnutækifæra
Málsnúmer 201207025
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 49. fundur - 19.07.2012
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Fjallalambi hf þar sem óskað er eftir samstarfi um nýtingu atvinnutækifæra. Fram kemur í erindinu að Framfarafélag Öxarfjarðar í samstarfi við fyrirtæki í staðnum, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga og starfsmanna Nýsköpurnarmiðstöðvar Íslands á Húsavík hafa farið yfir og metið verkefni sem mögulegt er að framkvæma. Tvö verkefni eru nærtæk til framvæmda en það eru "Nýting berja til atvinnusköpunar" og "Horn og bein til hagvaxtar". Bæði verkefnin eru líkleg til atvinnusköpunar og má gera ráð fyrir a.m.k. einu ársverki í hvoru þeirra. Fyrirspurnir sem Fjallalamb hefur fengið vegna síðarnefnda verkefnisins "Horn og bein til hagvaxtar" styðja það að það er markaður til. Aðstaða og búnaður er að mestu til hjá Fjallalambi en verkefnið stuðlar að bættri nýtingu hráefna, minnkun úrgangs og umhverfisvænni vinnslu og fellur því vel að hugmyndum umhverfis- og samfélagslegri ábyrgð framleiðanda og fyrirtækja.Fjallalamb leitar því eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing um að hrinda verkefnunum í framkvæmd, ráðinn verði starfsmaður til 1 - 3 ár með starfsstöð á Kópaskeri. Framlag sveitarfélagsins felst í að tryggja starfsmanni laun, þegar kemur að því að verkefnið skili tekjjum ganga þær til greiðslu kostnaðar og launa starfsmanns. Framlag sveitarfélagsins verður því vonandi víkjandi. Óskað er eftir viljayfirlýsingu sveitarfélagsins um framangreint samstarf. Verkefnið er háð því að réttur aðili (starfsmaður) finnist til að leiða, vinna og hrinda í framkvæmd verkefnið samkvæmt viðskiptaáætlun. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið en telur sér ekki fært að styðja það fjárhagslega. Bendir bæjarráð á að hægt er að sækja í vaxtasamning og aðra sjóði sem sérstaklega sinna verkefnum á sviði nýsköpunar.