Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegaframkæmdir á Reykjaheiði og tilheyrandi efnisvinnslu
Málsnúmer 201207045
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 95. fundur - 15.08.2012
Óskað er eftir framkvæmdaleyfi til að byggja upp, breyta á kafla og lagfæra Reykjaheiðarveg frá Húsavík að Höskuldsvatni skv. framlögðum teikningum. Ennfremur er sótt um leyfi til efnistöku úr opnum námum E33 og E34 og nýrri námu E38 skammt suður af E33 þar sem óskað er eftir leyfi til að vinna 35.000 m3 af burðarlagsefnum. Endurbætur Reykjaheiðarvegar eru í samræmi við aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 sem og efnistaka úr opnum námum E33 og E34. Nefndin leggur því til við bæjarráð að veitt verði leyfi til lagfæringar vegarins sem og tileyrandi efnistöku og verði framkvæmdin og frágangur í verklok unnin í samráði við skipulagsfulltrúa Norðurþings. Skipulags- og byggingarnefnd leggur einnig til við bæjarráð að fallist verði á töku 35.000 m3 af efni úr E38, enda verði námu lokað og hún frágengin með uppgræðslu að efnistöku lokinni í samráði við skipulagsfulltrúa.