Norðurhjari óskar eftir styrk til kynningar á ferðakaupstefnunni Vest Norden
Málsnúmer 201208006
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 51. fundur - 08.08.2012
Fyrir bæjarráði liggur styrkumsókn frá Norðurhjara sem ætlaður er til kynningar á starfssvæði samtakanna á Vest Norden. Starfssvæði Norðurhjara, ferðaþjónustuklasa, nær frá Kelduhverfi og austur í Bakkafjörð. Norðurhjari er félag starfandi ferðaþjónustuaðila á svæðinu og annarra sem áhuga hafa á uppbyggingu ferðaþjónustu. Félagið sem stofnað var 2009 stendur sameiginlega að ýmsu ferðaþjónustuverkefnum á svæðinu. Á Vest Norden ferðakaupstefnunni í Reykjavík í október 2012 mun fulltrúi klasans kynna fyrir kaupstefnugestum ferðaþjónustu og áhugaverða staði fyrir ferðamenn á starfssvæði sínu. Þetta er gott tækifæri til að kynna svæðið í heild sinni og þá þjónustu sem í boði er við ferðamenn.Ferðaþjónustan verður sífellt mikilvægari þáttur í atvinnulífi í Þingeyjarsýslum og miklvægt er að leita leiða til að auka áhrif hennar á starfssvæði Norðurhjara, þar sem vöxtur hefur ekki fylgt eftir því sem gerst hefur á landsvísu. Því er nú leitað til sveitarfélaga á starfssvæði Norðurhjara eftir styrk til kynningar á Vest Norden. Heildarkostnaður er áætlaður um 640.000.- krónur. Framlag Norðurhjara er 170.000.- krónur. Sótt er um styrk til sveitarfélagsins Norðurþings að upphæð 270.000.- krónur vegna ferðar Norðurhjara á Vest Norden. Styrkir sóttir til annarra aðila 200.000.- krónur. Bæjarráð samþykkir að styrkja Norðurhjara um 200.000.- krónur.