Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Bréf frá Fiskistofu varðandi úthlutun á veiðileyfum vegna silungsveiða í sjó
Málsnúmer 201208008Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráð liggur erindi frá Fiskistofu varðandi úthlutun á veiðileyfum vegna silugnsveiði í sjó. Fram kemur í bréfi Fiskistofu að upplýsingar hafa borist vegna veitisleyfingar sveitarfélagsins en alls 9 veiðileyfi var útlutað fyrir árið 2012. Athugasemd er gerð við leyfisbréf sveitarfélagsins en þar er ekki ítrekað að hvert leyfisbréf veiti aðeins leyfi fyrir einu neti. Svo virðist sem einvherjir leyfishafar hafi lagt fleiri en eitt net. Einnig kemur fram í bréfinu að veiðileyfishafar hafi ekki allir merkt netalagnir sínar, eins og lög kveða á um, ásamt því að leggja vítt og breitt í bæjarlandinu en mjög ákveðnar reglur gilda um fjarlægð milli slíkra neta sem taka m.a. mið af lengd netsins.Samkvæmt 2. mgr. 15. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði með síðari breytingum skal réttur til silungsveiða í sjó miða við þann netafjölda, sem lagður var fyrir löndum viðkomandi lögbýla síðustu 5 árin fyrir gildistöku laga nr. 53/1957 um lax- og silungsveiði. Fiskistofa telur að úthlutun á 9 silungsnetum sé ekki í takt við þann netafjölda, sem nýttur var á fyrri hluta síðustu aldar fyrir bæjarlandi Húsavíkur, og telur að fjöldi innan 5 væri nær lagi.Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum er athæfi sumra leyfishafa, sem úthlutað fengu leyfum frá sveitarfélaginu, komið algjört óefni og því vill Fiskistofa fara fram á það að sveitarstjórn afturkalli nú þegar öll leyfi, sem úthlutað var til þessara 9 aðila. Í framhaldi verði haft náið samráð við Fiskistofu um útfærslu veiðanna á komandi árum. Jón Helgi vék af fundi við afgreiðslu málsins. Bæjarráð þakkar Fiskistofu fyrir erindið og mun senda hlutaðeigandi veiðleyfishöfum bréf þar sem tilkynnt verður að veiðileyfi vegna silungsveiði í sjó fyrir árið 2012 gildi aðeins til 20. ágúst n.k. Þess skal getið að í sumar hófst þegar vinna við úttekt vegna leyfisveitinga veiðileyfa fyrir silungsveiði í sjó. Markmið vinnunnar gengur út að staðsetja leyfin við fyrirfram skilgreinda veiðistaði í bæjarlandi Húsavíkur. Bæjarráð felur framkvæmda- og hafnastjóra að kanna fjölda lögbýla frá því fyrir 1957 m.t.t. heimilda til veitingu fjölda veiðileyfa í bæjarlandi Húsavíkur.
2.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur 2012
Málsnúmer 201112046Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð stjórnar Orkuveitur Húsavíkur ohf., sem fram fór 24. júlí s.l.
3.Isavia - samstarfssamningur
Málsnúmer 201208014Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Isavia um samstarfssamning við sveitarfélagið Norðurþing um þátttöku í rekstri Aðaldalsflugvallar. Flugfélagið Ernir hafa óskað eftir viðræðum við Isavia um áframhaldandi flug næsta vetur. Mikilvægt er að hafa a.m.k. tvö stöðugildi við flugvöllin ef bjóða á upp á heilsársþjónustu. Þar sem þjónustuverkefni vegna flugáætlunar flugfélagsins gerir ekki kröfu á meira en 1,5 stöðugildi þarf með einhverjum hætti að brúa 1/2 stöðugildi þannig að tryggt sé að mönnun flugvallarins verði eins og bestur verður á kosið. Isavia óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið vegna launakostnaðar og þá nýtingu starfsmannsins við önnur verkefni hjá sveitarfélaginu sem nemi 1/2 stöðugildi. Áætlaður kostnaður vegna þesssa er u.þ.b. 3,5 milljónir króna. Bæjarráð tekur jákvætt í beiðni Isavia og felur bæjarstjóra að halda viðræðum áfram við félagið um lausn þessa máls. Friðrik óskar bókað:Aður en ég tek afstöðu til erindis ISAVIA óska ég eftir því að fjármálastjóri Norðurþings verði falið að kanna hvaða framlög önnur sveitarfélög á Íslandi veita til ISAVIA. Þ.e. þau sveitarfélög sem eru með áætlunarflugvelli á sínu starfssvæði. Upplýsingarnar verði birtar bæjarfulltrúum í Norðurþingi sem fyrst. Einnig óska ég eftir upplýsingum um það hvort samskona beiðni frá ISAVIA hafi verið send á önnur sveitarfélög á starfssvæði Aðaldalsflugvallar.
4.María Hermundsdóttir f.h. Þingeyskra fingurbjarga á Kópaskeri, sækir um afnot af húsnæði leikskólans
Málsnúmer 201208007Vakta málsnúmer
fyrir bæjarráði liggur erindi frá Maríu Hermundsdóttir f.h. Þingeyskra fingurbjarga á Kópaskeri.
Þingeyskar fingurbjargir á Kópaskeri hafa áhuga á að athuga hvort möguleiki sé á að fá afnot af húsnæði því sem Leikskólinn Krílakot hefur haft í skólahúsinu á Kópaskeri, auk afnota af salernum.
Allur undirbúningur og ungengi að húsnæðinu og búnaði yrði í fullu samráði við skólastjóra Öxarfjarðarskóla og bæjarstjóra Norðurþings. Ekki yrði farið í neinar breytingar sem ekki væri hægt að koma í samt lag á dagparti þegar/ef leikskólastarf hefst aftur.
Við mundum nýta húsnæðið til að kynna og selja handverk sem við framleiðum, auk þess að hafa þar vinnuaðstöðu fyrir félagsmenn. Einnig sjáum við fyrir okkur að vera með opið hús eitt kvöld í viku fyrir almenning allt árið. Að auki munum við skoða möguleika á að vera með opna vinnustofu yfir sumarmánuðina árið 2013.
Til að þetta sé mögulegt þurfum við að hafa húsnæðið okkur að kostnaðarlausu, enda ekki miklar tekjur fyrir handverk að hafa enn sem komið er á svæðinu. Óskum við því eftir að bæjarstjórn horfi á þetta sem jákvætt framlag til samfélagsins.
Bæjarráð tekur ekki afstöðu til erindisins en vísar því til afgreiðslu í fræðslu- og menningarnefnd.
Þingeyskar fingurbjargir á Kópaskeri hafa áhuga á að athuga hvort möguleiki sé á að fá afnot af húsnæði því sem Leikskólinn Krílakot hefur haft í skólahúsinu á Kópaskeri, auk afnota af salernum.
Allur undirbúningur og ungengi að húsnæðinu og búnaði yrði í fullu samráði við skólastjóra Öxarfjarðarskóla og bæjarstjóra Norðurþings. Ekki yrði farið í neinar breytingar sem ekki væri hægt að koma í samt lag á dagparti þegar/ef leikskólastarf hefst aftur.
Við mundum nýta húsnæðið til að kynna og selja handverk sem við framleiðum, auk þess að hafa þar vinnuaðstöðu fyrir félagsmenn. Einnig sjáum við fyrir okkur að vera með opið hús eitt kvöld í viku fyrir almenning allt árið. Að auki munum við skoða möguleika á að vera með opna vinnustofu yfir sumarmánuðina árið 2013.
Til að þetta sé mögulegt þurfum við að hafa húsnæðið okkur að kostnaðarlausu, enda ekki miklar tekjur fyrir handverk að hafa enn sem komið er á svæðinu. Óskum við því eftir að bæjarstjórn horfi á þetta sem jákvætt framlag til samfélagsins.
Bæjarráð tekur ekki afstöðu til erindisins en vísar því til afgreiðslu í fræðslu- og menningarnefnd.
5.Norðurhjari óskar eftir styrk til kynningar á ferðakaupstefnunni Vest Norden
Málsnúmer 201208006Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur styrkumsókn frá Norðurhjara sem ætlaður er til kynningar á starfssvæði samtakanna á Vest Norden. Starfssvæði Norðurhjara, ferðaþjónustuklasa, nær frá Kelduhverfi og austur í Bakkafjörð. Norðurhjari er félag starfandi ferðaþjónustuaðila á svæðinu og annarra sem áhuga hafa á uppbyggingu ferðaþjónustu. Félagið sem stofnað var 2009 stendur sameiginlega að ýmsu ferðaþjónustuverkefnum á svæðinu. Á Vest Norden ferðakaupstefnunni í Reykjavík í október 2012 mun fulltrúi klasans kynna fyrir kaupstefnugestum ferðaþjónustu og áhugaverða staði fyrir ferðamenn á starfssvæði sínu. Þetta er gott tækifæri til að kynna svæðið í heild sinni og þá þjónustu sem í boði er við ferðamenn.Ferðaþjónustan verður sífellt mikilvægari þáttur í atvinnulífi í Þingeyjarsýslum og miklvægt er að leita leiða til að auka áhrif hennar á starfssvæði Norðurhjara, þar sem vöxtur hefur ekki fylgt eftir því sem gerst hefur á landsvísu. Því er nú leitað til sveitarfélaga á starfssvæði Norðurhjara eftir styrk til kynningar á Vest Norden. Heildarkostnaður er áætlaður um 640.000.- krónur. Framlag Norðurhjara er 170.000.- krónur. Sótt er um styrk til sveitarfélagsins Norðurþings að upphæð 270.000.- krónur vegna ferðar Norðurhjara á Vest Norden. Styrkir sóttir til annarra aðila 200.000.- krónur. Bæjarráð samþykkir að styrkja Norðurhjara um 200.000.- krónur.
Fundi slitið - kl. 16:00.