Bréf frá Fiskistofu varðandi úthlutun á veiðileyfum vegna silungsveiða í sjó
Málsnúmer 201208008
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 51. fundur - 08.08.2012
Fyrir bæjarráð liggur erindi frá Fiskistofu varðandi úthlutun á veiðileyfum vegna silugnsveiði í sjó. Fram kemur í bréfi Fiskistofu að upplýsingar hafa borist vegna veitisleyfingar sveitarfélagsins en alls 9 veiðileyfi var útlutað fyrir árið 2012. Athugasemd er gerð við leyfisbréf sveitarfélagsins en þar er ekki ítrekað að hvert leyfisbréf veiti aðeins leyfi fyrir einu neti. Svo virðist sem einvherjir leyfishafar hafi lagt fleiri en eitt net. Einnig kemur fram í bréfinu að veiðileyfishafar hafi ekki allir merkt netalagnir sínar, eins og lög kveða á um, ásamt því að leggja vítt og breitt í bæjarlandinu en mjög ákveðnar reglur gilda um fjarlægð milli slíkra neta sem taka m.a. mið af lengd netsins.Samkvæmt 2. mgr. 15. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði með síðari breytingum skal réttur til silungsveiða í sjó miða við þann netafjölda, sem lagður var fyrir löndum viðkomandi lögbýla síðustu 5 árin fyrir gildistöku laga nr. 53/1957 um lax- og silungsveiði. Fiskistofa telur að úthlutun á 9 silungsnetum sé ekki í takt við þann netafjölda, sem nýttur var á fyrri hluta síðustu aldar fyrir bæjarlandi Húsavíkur, og telur að fjöldi innan 5 væri nær lagi.Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum er athæfi sumra leyfishafa, sem úthlutað fengu leyfum frá sveitarfélaginu, komið algjört óefni og því vill Fiskistofa fara fram á það að sveitarstjórn afturkalli nú þegar öll leyfi, sem úthlutað var til þessara 9 aðila. Í framhaldi verði haft náið samráð við Fiskistofu um útfærslu veiðanna á komandi árum. Jón Helgi vék af fundi við afgreiðslu málsins. Bæjarráð þakkar Fiskistofu fyrir erindið og mun senda hlutaðeigandi veiðleyfishöfum bréf þar sem tilkynnt verður að veiðileyfi vegna silungsveiði í sjó fyrir árið 2012 gildi aðeins til 20. ágúst n.k. Þess skal getið að í sumar hófst þegar vinna við úttekt vegna leyfisveitinga veiðileyfa fyrir silungsveiði í sjó. Markmið vinnunnar gengur út að staðsetja leyfin við fyrirfram skilgreinda veiðistaði í bæjarlandi Húsavíkur. Bæjarráð felur framkvæmda- og hafnastjóra að kanna fjölda lögbýla frá því fyrir 1957 m.t.t. heimilda til veitingu fjölda veiðileyfa í bæjarlandi Húsavíkur.