Leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags.
Málsnúmer 201208031
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 18. fundur - 14.08.2012
Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að halda áfram niðurgreiðslum vegna leikskóladvalar barna utan lögheimilissveitarfélags þar sem fjárheimildir fyrir 2012 leyfa það ekki og möguleiki er á leikskóladvöl í lögheimilissveitarfélagi.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 19. fundur - 11.09.2012
Fræðslu- og menningarnefnd óskar eftir því við Bæjarráð að veita aukafjárveitingu að upphæð 275.000,- vegna niðurgreiðslu leikskólapláss á Hafralæk fram að áramótum 2012-2013.
Bæjarráð Norðurþings - 55. fundur - 13.09.2012
Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 19. fundi fræðslu- og menningarnefndar en eftirfarandi afgreiðsla fundarins er: "Fræðslu- og menningarnefnd óskar eftir því við Bæjarráð að veita aukafjárveitingu að upphæð 275.000,- vegna niðurgreiðslu leikskólapláss á Hafralæk fram að áramótum 2012-2013." Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni fræðslu- og menningarnefndar um aukafjárveitingu.