Ásglaug Guðmundsdóttir og Unnar Þór Garðarsson, fyrirspurn um úthlutun á leikskólaplássum og ósk um verklagsreglur
Málsnúmer 201208033
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 19. fundur - 11.09.2012
Á fundi fræðslu- og menningarnefndar 14. febrúar síðastliðinn var eftirfarandi bókað: <SPAN style="FONT-SIZE: 12pt; LINE-HEIGHT: 115%">Fræðslu- og menningarnefnd telur mikilvægt að dagforeldrar verði áfram starfandi í Norðurþingi til að mæta þörfum á dagvistunarplássum. Fræðslu- og menningarfulltrúa er falið að vinna málið áfram í samráði við stjórnendur, starfsfólk, og foreldraráð Grænuvalla. <SPAN style="FONT-SIZE: 12pt; LINE-HEIGHT: 115%">Nefndin leitaði eftir áliti foreldra og starfsfólks Grænuvalla og bókaði eftirfarandi á fundi nefndarinnar 13. mars síðastliðinn: <SPAN style="FONT-SIZE: 12pt; LINE-HEIGHT: 115%"><SPAN style="FONT-SIZE: 12pt; LINE-HEIGHT: 115%">Starfsfólk og foreldraráð Grænuvalla styðja þá tillögu að fullnýta pláss hjá dagforeldrunum og eiga laus pláss á Grænuvöllum til að hafa svigrúm til að taka inn eldri börn. Fræðslu- og menningarnefnd tekur undir með starfsfólki og foreldraráði að þessi háttur verði hafður á skólaárið 2012-2013. <SPAN style="FONT-SIZE: 12pt; LINE-HEIGHT: 115%">Á leikskólanum Grænuvöllum eru 131 barn. 29 fædd 2007 þar eru laus pláss fyrir 3 börn í 8 tíma, 32 börn eru fædd 2008 og 2 laus pláss í 6 tíma, 31 barn fætt 2009 og 2 laus pláss í 6 tíma og 2 laus í 8 tíma, 31 barn fætt 2010 og 1 laust pláss í 8 tíma. Með tilfærslu nemenda milli deilda væri hægt að koma 4 börnum fæddum 2011 að en þá falla önnur laus pláss út í árgöngum 2008, 2009 og 2010 þar sem yngri börn taka til fleiri barngilda. Inntökureglur eru á heimasíðu Grænuvalla en samkvæmt fyrrgreindri bókun frá 13. mars voru gerðar undantekningar á þeim skólaárið 2012-2013. <SPAN style="FONT-SIZE: 12pt; LINE-HEIGHT: 115%">Fræðslu- og menningarnefnd mun meta stöðuna að nýju við gerð fjárhagsáætlunar 2013.