Fjármálaráðuneyti-Óskað eftir tilnefningu i nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu-Nýsköpunarráðstefna 30. okt. 2012
Málsnúmer 201208044
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 53. fundur - 30.08.2012
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá fjármálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningu í nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu - Nýsköpunarráðstefna 30. október 2012. Fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís hafa nú öðru sinni tekið höndum saman til að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á Íslandi. Samstarfið hefur verið útvíkkað þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur bæst í þennan hóp og þar með eru öll sveitarfélög á Íslandi jafnframt gjaldgeng til að taka þátt og tilnefna til nýsköpunarverðlauna. Með bréfinu er óskað eftir því að forstöðumenn stofnana og sveitarfélög tilnefni verkefni til nýsköpunarverðlauna. Með nýsköpunarverkefnum er átt við nýjar lausnir eða þýðingarmiklar endurbætur á eldri lausnum sem opinber aðili hefur innleitt að eigin framkvæði og beinast að því að bæta stjórnsýslu og/eða þjónustu við notendur með nýjum vinnubrögðum, tækni eða skipulagi. Tilnefningar ásamt rökstuðningi skulu sendar á vefpóstfangið: <A href="mailto:nyskopun@fjr.stjr.is">nyskopun@fjr.stjr.is</A> og er skilafrestur til 21. september n.k. Erindið lagt fram til kynningar.