Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Hólmfríður Halldórsdóttir og Stefanía Gísladóttir óska eftir viðræðum við bæjarstjórn vegna stofnunar jarðvangs
Málsnúmer 201207002Vakta málsnúmer
Á fund bæjarráðs mættu Erla Sigurðardóttir, Stefanía Gísladóttir og Axel Yngvason til að ræða við bæjarráð um stofnun jarðvangs (Geopark). Erindið var áður tekið fyrir á 48. fundi bæjarráðs en á þeim fundi var bæjarstjóra falið að boða hópinn til fundar við bæjarráð til frekari kynningar á verkefninu. Bæjarráð þakkar fulltrúum verkefnisins fyrir góða kynningu. Bæjarráð mun taka erindið frekar fyrir á næsta fundi.
2.Vallarhús-Húsavíkurvöllur
Málsnúmer 201208058Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar hugmynd að breytingu á nýju vallarhúsi sem fyrirhugað er að byggja við Húsavíkurvöll. Hugmyndin felur í sér að falla frá frágangi á þaki neðri hæðar og koma efri hæð hins nýja húsnæðisins í fokheldi. Samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðarmati má gera ráð fyrir að með breytingunni lækki kostnaður við frágang þakplötu neðri hæðar og annara verkþátta við rekkverk og fleira sem tengist neðri hæðinni og verkið með báðum hæðum verði innan kostnaðaráætlunar. Bæjarráð felur bæjarstjóra umboð til að ganga til samninga við Orkuveitu Húsavíkur ohf. um breytta framkvæmd.
3.Eyþing boðar fund vegna fyrirhugaðra IPA umsókna
Málsnúmer 201208035Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fundarboð Eyþings vegna undirbúningsfundar um IPA umsókn félagsins og annarra umsóknaraðila á Norðurlandi eystra. Fundarboðin lögð fram til kynningar.
4.Fjármálaráðuneyti-Óskað eftir tilnefningu i nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu-Nýsköpunarráðstefna 30. okt. 2012
Málsnúmer 201208044Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá fjármálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningu í nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu - Nýsköpunarráðstefna 30. október 2012. Fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís hafa nú öðru sinni tekið höndum saman til að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á Íslandi. Samstarfið hefur verið útvíkkað þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur bæst í þennan hóp og þar með eru öll sveitarfélög á Íslandi jafnframt gjaldgeng til að taka þátt og tilnefna til nýsköpunarverðlauna. Með bréfinu er óskað eftir því að forstöðumenn stofnana og sveitarfélög tilnefni verkefni til nýsköpunarverðlauna. Með nýsköpunarverkefnum er átt við nýjar lausnir eða þýðingarmiklar endurbætur á eldri lausnum sem opinber aðili hefur innleitt að eigin framkvæði og beinast að því að bæta stjórnsýslu og/eða þjónustu við notendur með nýjum vinnubrögðum, tækni eða skipulagi. Tilnefningar ásamt rökstuðningi skulu sendar á vefpóstfangið: <A href="mailto:nyskopun@fjr.stjr.is">nyskopun@fjr.stjr.is</A> og er skilafrestur til 21. september n.k. Erindið lagt fram til kynningar.
5.Frá Velferðarvaktinni
Málsnúmer 201208046Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá velferðarvaktinni þar sem sveitarfélagið er hvatt til að tryggja velferð barna í kjölfar efnahagshrunsins. Erindið er einnig sent á félagsmálanefnd, skólanefnd og íþrótta- og æskulýðsnefnd sveitarfélagsins. Erindið lagt fram til kynningar.
6.Freysteinn Björgvinsson-Fasteignagjöld af Aðalbraut 19 Raufarhöfn
Málsnúmer 201208053Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindið frá Freysteini Björgvinssyni þar sem óskað er eftir lækkun á fasteignagjöldum húseignarinnar Aðalbraut 19 á Raufarhöfn. Fram kemur í erindi bréfritara að hann hafi fest kaup á húseigninni árið 2010 sem var áður Póst og símstöð. Greitt hefur verið af húseigninni frá þeim tíma en eignin er skráð sem atvinnuhúsnæði að hluta. Ekki liggur enn fyrir hvernig nýting húsnæðisins verður háttað á næstu árum, hvort húseignin verði notuð sem atvinnu- eða íbúðarhúsnæði. Fer bréfritari fram á lækkun fasteignagjalda sem nemur mismuni á gjöldum atvinnuhúsnæðis og íbúðarhúsnæðis. Einnig fer bréfritari fram á að fá lækkun á sorphirðugjöldum á annari húseign sem hann á á Raufarhöfn og er íbúðarhúsnæði þar sem húsnæðið er eingögnu notað yfir sumarorlofstíma. Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni bréfritara um lækkun fasteignagjalda á húseigninni Aðalbraut 19. Sveitarfélagið leggur á fasteignaskatt samkvæmt skráningu fasteignamats FMR og hefur því ekki heimild til að leggja önnur gjöld en tilgreind eru samkvæmt löggiltri og staðfestri skárningu FMR. Sé eigninni breytt í íbúðarhúsnæði og FMR staðfestir slíkt og gerir þá viðeigandi breytingu í fasteignaskránni mun gjaldtaka fasteignaskatts taka mið af því frá þeirri dagsetningu. Almennar reglur gilda í sveitarfélaginu um sorphirðugjöld og afsláttarkjör þeirra. Fjármálastjóra falið að upplýsa og kynna bréfritara þær reglur.
7.Norðurlandsskógar-Samningur um þátttöku í landshlutaverkefni í skógrækt
Málsnúmer 201208074Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar skógræktarsamningur milli skógarbænda og Norðurlandsskóga, staðfestum af landbúnaðarráðuneyti. En samkvæmt samningi skal afrit af slíkum samningi sendur viðkomandi sveitarfélagi til kynningar. Lagt til kynningar samningur fyrir jörðina Víðiholt.
8.Stefán Pétursson f.h. Fjallskilasjóðs Öxarfjarðar sækir um styrk til uppbyggingar á Sandfellshagarétt
Málsnúmer 201208038Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Stefáni Péturssyni f.h. Fjallskilasjóðs Öxarfjarðar sem sækir um styrk til uppbyggingar á Sandfellshagarétt. Áætlaður heildarkostnaður við verkið er um 1.200.000.- til 1.300.000.- krónur. Lagðar voru um 450.000.- krónur í verkefnið á síðasta ári. Styrkupphæðin sem óskað er eftir er 800.000.- krónur. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og vísar því til afgreiðslu í framkvæmdanefnd.
9.Umhverfisráðuneytið-Staðfesting á reglugerð nr. 664/2012 um Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn o.fl.
Málsnúmer 201208068Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur staðfesting á reglugerð nr. 664/2012 frá umhverfisráðuneytinu um Náttúrrannsóknarstöðina við Mývatn ofl. og hefur hún þegar verið birt í B-deild Stjórnartíðinda.Framangreint tilkynnist hér með. Lagt fram til kynningar.
10.Seljalax, aðalfundarboð
Málsnúmer 201111080Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aðalfund Seljalax hf. fyrir árið 2011 sem haldinn verður í Skúlagarði. Meðfylgjandi er dagskrá fundarins. Bæjarráð felur Olgu Gísladóttir að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
Fundi slitið - kl. 18:15.