Freysteinn Björgvinsson-Fasteignagjöld af Aðalbraut 19 Raufarhöfn
Málsnúmer 201208053
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 53. fundur - 30.08.2012
Fyrir bæjarráði liggur erindið frá Freysteini Björgvinssyni þar sem óskað er eftir lækkun á fasteignagjöldum húseignarinnar Aðalbraut 19 á Raufarhöfn. Fram kemur í erindi bréfritara að hann hafi fest kaup á húseigninni árið 2010 sem var áður Póst og símstöð. Greitt hefur verið af húseigninni frá þeim tíma en eignin er skráð sem atvinnuhúsnæði að hluta. Ekki liggur enn fyrir hvernig nýting húsnæðisins verður háttað á næstu árum, hvort húseignin verði notuð sem atvinnu- eða íbúðarhúsnæði. Fer bréfritari fram á lækkun fasteignagjalda sem nemur mismuni á gjöldum atvinnuhúsnæðis og íbúðarhúsnæðis. Einnig fer bréfritari fram á að fá lækkun á sorphirðugjöldum á annari húseign sem hann á á Raufarhöfn og er íbúðarhúsnæði þar sem húsnæðið er eingögnu notað yfir sumarorlofstíma. Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni bréfritara um lækkun fasteignagjalda á húseigninni Aðalbraut 19. Sveitarfélagið leggur á fasteignaskatt samkvæmt skráningu fasteignamats FMR og hefur því ekki heimild til að leggja önnur gjöld en tilgreind eru samkvæmt löggiltri og staðfestri skárningu FMR. Sé eigninni breytt í íbúðarhúsnæði og FMR staðfestir slíkt og gerir þá viðeigandi breytingu í fasteignaskránni mun gjaldtaka fasteignaskatts taka mið af því frá þeirri dagsetningu. Almennar reglur gilda í sveitarfélaginu um sorphirðugjöld og afsláttarkjör þeirra. Fjármálastjóra falið að upplýsa og kynna bréfritara þær reglur.