Fara í efni

Vallarhús-Húsavíkurvöllur

Málsnúmer 201208058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 53. fundur - 30.08.2012

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar hugmynd að breytingu á nýju vallarhúsi sem fyrirhugað er að byggja við Húsavíkurvöll. Hugmyndin felur í sér að falla frá frágangi á þaki neðri hæðar og koma efri hæð hins nýja húsnæðisins í fokheldi. Samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðarmati má gera ráð fyrir að með breytingunni lækki kostnaður við frágang þakplötu neðri hæðar og annara verkþátta við rekkverk og fleira sem tengist neðri hæðinni og verkið með báðum hæðum verði innan kostnaðaráætlunar. Bæjarráð felur bæjarstjóra umboð til að ganga til samninga við Orkuveitu Húsavíkur ohf. um breytta framkvæmd.