Fara í efni

Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs ríkisins

Málsnúmer 201301063

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 66. fundur - 31.01.2013



Fyrir bæjarráði liggur tilboð frá Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs um uppkaup og/eða leigu á fasteignum ríksins í Pálsgarð og Sólbrekku 28. Fyrirliggjandi tilboð miðast annars vegar við leiguverð sem nemur 8,5% af fasteignamati á ársgrundvelli og hins vegar á verðmati löggilts fasteignasala. Heildarverð beggja eigna nemur um 49,5 m.kr. sem greiðist á 25 árum. Á móti fær sveitrfélagið húsnæðisframlag úr Jöfnunarjóði í samræmi við lög og reglur sjóðsins.


Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs og felur bæjarstjóra að ganga frá samningum við sjóðinn.