Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

66. fundur 31. janúar 2013 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Olga Gísladóttir 1. varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Halldór Valdimarsson f.h. Gafls, félags um þingeyskan byggingararf óskar eftir samstarfi við Norðurþing

Málsnúmer 201212052Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti, Halldór Valdimarsson, f.h. Gafls, félags um þingeyskan byggingararf. Halldór fór yfir og kynnti félagið og starfsemi þess.Bæjarráð þakkar Halldóri fyrir greinargóða kynningu.

2.10 ára áætlun Norðurþings

Málsnúmer 201211058Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu greinargerð sem fylgja á 10 ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Helstu markmið áætlunarinnar er að ná bæði rekstrarjöfnuði og skuldaviðmiði eins og lög kveða á um. Bæjarstjóra falið að senda inn fyrirliggjandi greinargerð.

3.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra 2013

Málsnúmer 201301036Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð Dvalarheimilis aldraðra frá 15. janúar s.l. Bæjarráð styður og samþykkir ákvarðanir stjórnar Dvalarheimilsins eins þær koma fram í fundargerðinni.

4.Endurskoðun stjórnfyrirkomulags Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201301067Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá starfshóp um endurskoðun stjórnfyrirkomulags Vatnajökulsþjóðgarðs sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði. Starfshópinn skipa, Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og er hann jafnframt formaður hópsins, Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti Fljótdalshprepps, skv. tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Daði Már Kristófersson, dósent í umhverfis- og auðlindahagfræði við Háskóla Íslands. Starfshópurinn hyggst vinna greinargerð með tillögum til umhverfis- og auðlindaráðherra, sem mun síðan fjalla um þær tillögur og taka afstöðu til, í samræmi við þær sveitarstjórnir sem aðild eiga að stjórn þjóðgarðsins. Starfshópurinn hefur hafið störf og vill leita til sveitarfélagsins með ábendingar um sitt viðfangsefni. Óskað er eftir svörum við neðangreindum spurningum og að auki hverjum þeim ábendingum sem talið er að skipti máli. Starfshópurinn hyggst í framhaldinu funda með aðilum sem að stjórn þjóðgarðsins koma. Spurningar starfshópsins eru: 1. Hvernig finnst þér hafa tekist með stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs?2. Myndir þú vilja leggja til breytingar á núverandi fyrirkomulagi stjórnunar Vatnajökulsþjóðgarðs? Ef svo er, hverjar ættu þær að vera og af hverju?3. Aðrar ábendingar til starfshópsins varðandi stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs. Óskað er eftir því að svör berist starfshópnum fyrir 18. febrúar. Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

5.Eyþing fundargerðir 2012

Málsnúmer 201201020Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð Eyþings. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

6.Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs ríkisins

Málsnúmer 201301063Vakta málsnúmer



Fyrir bæjarráði liggur tilboð frá Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs um uppkaup og/eða leigu á fasteignum ríksins í Pálsgarð og Sólbrekku 28. Fyrirliggjandi tilboð miðast annars vegar við leiguverð sem nemur 8,5% af fasteignamati á ársgrundvelli og hins vegar á verðmati löggilts fasteignasala. Heildarverð beggja eigna nemur um 49,5 m.kr. sem greiðist á 25 árum. Á móti fær sveitrfélagið húsnæðisframlag úr Jöfnunarjóði í samræmi við lög og reglur sjóðsins.


Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs og felur bæjarstjóra að ganga frá samningum við sjóðinn.

7.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2013

Málsnúmer 201301049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð Orkuveitu Húsavíkur ohf.

8.Leigubær ehf. ósk um niðurfellingu á fasteignagjöldum vegna Aðalbrautar 67-69, Raufarhöfn árið 2012

Málsnúmer 201301066Vakta málsnúmer



Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Leigubæ ehf. þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið felli niður fasteignagjöld ársins 2012 á Aðalbraut 67 - 69 á Raufarhöfn. Félagið mun á árinu 2013 ráðast í endurbætur og viðhald á eignunum. Fram kemur í erindi bréfritara að mikil óvissa hafi ríkt um eignarhald eignarinnar.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem engar lagalegar heimildir eru fyrir niðurfellingu fasteignaskatts.

9.LSH, tillögur tryggingafræðings til afgreiðslu

Málsnúmer 201111082Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri verði 67% sem er óbreytt frá fyrra ári. Samkvæmt tillögu Bjarna Guðmundssonar, tryggingarstærðfræðings sjóðsins, samþykkir stjórn lífeyrissjóðsins að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar í samræmi við ákvæði greinar 22 sem er eftirfarandi: "Bæjarsjóður og viðkomandi stofnanir sem tryggt hafa starfsmenn í sjóðnum skulu endurgreiða sjóðnum mánaðarlega tiltekinn hundraðshluta af útgjöldum hans til lífeyrisgreiðslna. Bæjarstjórn ákveður hundraðshluta þennan til eigi skemmri tíma en til eins árs í senn, að fenginni umsögn tryggingarstærðfræðings og sjóðsstjórnar. Við þá ákvörðun skal miðað við að endurgreiðsla ásamt innborguðum iðgjöldum miðað við þá ávöxtun sem gert er ráð fyrir við tryggingarfærðilega athugun sjóðsins gæti staðið undir öllum lífeyrisgreiðslum og rekstrarkostnaði. Við útreikninga skal gert ráð fyrir að ávöxtun hefði náðst allan rekstrartímann og útreiknað endurgreiðsluhlutfall verið í gildi. Til framtíðar skal reiknað með gildandi tryggingarstærðfræðilegum forsendum um lífs- og örorkulíkur sem gildandi eru á hverjum tíma". Aflað var upplýsinga úr ársreikningum sjóðsins frá 1967 - 2010 um greiðslu iðgjalda, lífreyris og kostnaðar og nauðsynlegt endurgreiðsluhlutfall reiknað miðað við stöðu sjóðsins í lok árs 2010. Er niðurstaðan að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum reikninst endurgreiðsluhlutfall samkvæmt þessu ákvæði 67%.Nú liggja fyrir upplýsingar um tryggingafræðilega stöðu sjóðsins 2011 og greiðslu iðgjalda, lífeyris og kostnaðar árið 2011. Reikniforsendur um lífs- og örorkulíkur og vexti eru hinar sömu og var á síðasta ári og reiknast endurgreiðsluhlutfallið hið sama, eða 67%. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar verði samþykkt.

10.Samráðsfundur 4. feb. nk. um rafræna stjórnsýslu og mótun stefnu um upplýsingasamfélagið

Málsnúmer 201301064Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur boðun á samráðsfund um rafræna stjórnsýslu og mótun stefnu um upplýsingasamfélagið. Málefnið heyrir undir innanríkisráðuneytið sem leggur mikla áherslu á samvinnu og samráð við sveitarstjórnarstigið. Síðastliðið sumar var skipaður stýrihópur um rafræna stjórnsýslu hjá ríki og sveitarfélögum undir stjórn Þorleifs Gunnlaugssonar borgarfulltrúa sem skilaði af sér tillögum í október 2012. Samband íslenskra sveitarfélaga á tvo fulltrúa í kjarnahópi sem innanríkisráðherra skipaði í janúar s.l. til að vinna að mótun tillagna um nýja stefnu um upplýsingasamfélagið 2013 -2017. Kjarnahópurinn leitar nú eftir framlagi, hugmyndum og athugasemdum við fyrstu tillögur sínar sem hafa verið útfærðar sem verkefnisstofnar. Mikilvægt er að fá sjónarmið sveitarfélaga til þessarar vinnu og því er boðað til samráðsfundar um málið 4. febrúar n.k. Lagt fram til kynningar.

11.Stjórnskipulag Eyþings og sóknaráætlun

Málsnúmer 201212057Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Eyþingi um skipan fulltrúa í samráðshóp um sóknaráætlun Norðurlands eystra. Norðurþing á tvo fulltrúa. Bæjarráð felur Soffíu Helgadóttir að fara sem fulltrúi sveitarfélagsins í samráðshóp um sóknaráætlun. Gunnlaugur Stefánsson er fulltrúi vegna stjórnarsetu.

Fundi slitið - kl. 18:00.