Samráðsfundur 4. feb. nk. um rafræna stjórnsýslu og mótun stefnu um upplýsingasamfélagið
Málsnúmer 201301064
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 66. fundur - 31.01.2013
Fyrir bæjarráði liggur boðun á samráðsfund um rafræna stjórnsýslu og mótun stefnu um upplýsingasamfélagið. Málefnið heyrir undir innanríkisráðuneytið sem leggur mikla áherslu á samvinnu og samráð við sveitarstjórnarstigið. Síðastliðið sumar var skipaður stýrihópur um rafræna stjórnsýslu hjá ríki og sveitarfélögum undir stjórn Þorleifs Gunnlaugssonar borgarfulltrúa sem skilaði af sér tillögum í október 2012. Samband íslenskra sveitarfélaga á tvo fulltrúa í kjarnahópi sem innanríkisráðherra skipaði í janúar s.l. til að vinna að mótun tillagna um nýja stefnu um upplýsingasamfélagið 2013 -2017. Kjarnahópurinn leitar nú eftir framlagi, hugmyndum og athugasemdum við fyrstu tillögur sínar sem hafa verið útfærðar sem verkefnisstofnar. Mikilvægt er að fá sjónarmið sveitarfélaga til þessarar vinnu og því er boðað til samráðsfundar um málið 4. febrúar n.k. Lagt fram til kynningar.