Fara í efni

Leigubær ehf. ósk um niðurfellingu á fasteignagjöldum vegna Aðalbrautar 67-69, Raufarhöfn árið 2012

Málsnúmer 201301066

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 66. fundur - 31.01.2013



Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Leigubæ ehf. þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið felli niður fasteignagjöld ársins 2012 á Aðalbraut 67 - 69 á Raufarhöfn. Félagið mun á árinu 2013 ráðast í endurbætur og viðhald á eignunum. Fram kemur í erindi bréfritara að mikil óvissa hafi ríkt um eignarhald eignarinnar.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem engar lagalegar heimildir eru fyrir niðurfellingu fasteignaskatts.