Orkuveita Húsavíkur ohf. sækir um byggingarleyfi fyrir nýtt dæluhús við hverinn Strút að Hveravöllum
Málsnúmer 201304089
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 104. fundur - 08.05.2013
Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir nýju dæluhúsi við hverinn Strút að Hveravöllum. Húsið er 19,6 m² að grunnfleti og teiknað af Almari Eggertssyni byggingarfræðingi. Með umsókn var lagt fram skriflegt samþykki nágranna og landeiganda. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.