Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

104. fundur 08. maí 2013 kl. 13:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Grímsson formaður
  • Soffía Helgadóttir varaformaður
  • Dóra Fjóla Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður
  • Hannes Höskuldsson 3. varamaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skipulagsstofnun-Varðar skipulagsskilmála varðandi grunnskóla í deiliskipulagi

Málsnúmer 201304040Vakta málsnúmer

Lagt fram.

2.Steypustöðin ehf. sækir um lóð fyrir steypustöð á iðnaðasvæðinu á Bakka

Málsnúmer 201304076Vakta málsnúmer

Óskað er eftir lóð undir starfsemi fyrirtækisins á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Fyrir fundi liggur teikning af mögulegri lóð. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar samþykki bæjarstjórnar fyrir deiliskipulagsvinnu á svæðinu.

3.Steypustöðin ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir steypustöð á iðnaðarsvæðinu á Bakka

Málsnúmer 201304077Vakta málsnúmer

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir færanlega steypustöð á fyrirhugaðri lóð fyrirtækisins við Bakka. Skipulags- og byggingarnefnd telur að unnt verði að samþykkja stöðuleyfi þegar fullnægjandi teikningum af gerð og fyrirkomulagi búnaðar hefur verið skilað inn til byggingarfulltrúa. Afgreiðslu erindis frestað þar til fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.

4.Orkuveita Húsavíkur ohf. sækir um byggingarleyfi fyrir nýtt dæluhús við hverinn Strút að Hveravöllum

Málsnúmer 201304089Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir nýju dæluhúsi við hverinn Strút að Hveravöllum. Húsið er 19,6 m² að grunnfleti og teiknað af Almari Eggertssyni byggingarfræðingi. Með umsókn var lagt fram skriflegt samþykki nágranna og landeiganda. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

5.Sigmar Stefánsson f.h. eigenda Álfhóls 6 sækir um leyfi til að einangra og klæða húsið utan með Canexel klæðningu

Málsnúmer 201304046Vakta málsnúmer

Erindið var samþykkt af byggingarfulltrúa 15. apríl s.l. Lagt fram.

6.Björn Skaptason arkitekt f.h. Fosshótels ehf. Fyrirspurn vegna stækkunar Hótel Húsavíkur

Málsnúmer 201305020Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um fyrirhugaða stækkun hótels að Ketilsbraut 22. Fyrir fundi liggja teikningar af mögulegri stækkun. Skipulags- og byggingarnefnd telur fyrirhugaða viðbyggingu að umfangi í samræmi við það sem fyrirhugað var við uppbyggingu hótelsins upphaflega. Hinsvegar er ekki í gildi deiliskipulag sem skilgreinir byggingarrétt á lóðinni. Nefndin telur því óhjákvæmilegt að vinna nýtt deiliskipulag af svæðinu áður en leyfi verður veitt til framkvæmda. Skipulags- og byggingarnefnd óskar samstarfs við lóðarhafa um gerð deiliskipulagstillögu.

7.Frágangur úthlutaðra lóða

Málsnúmer 201305024Vakta málsnúmer

Rætt var um stöðu ófrágenginna lóða við Stakkholt, Lyngholt og Laugarbrekku. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að fara fram á það við lóðarhafa að gengið verði á fullnægjandi hátt frá lóðunum.

8.Deiliskipulag urðunarsvæðis í Laugardal

Málsnúmer 201303054Vakta málsnúmer

Nú er lokið þeim fresti sem lögboðnum umsagnaraðilum og almenningi var gefinn til að koma á framfæri athugasemdum vegna skipulags- og matslýsingar fyrir deiliskipulag sorpurðunarsvæðis í Laugardal. Athugasemdir og umsagnir bárust frá þremur aðilum: 1. Skipulagsstofnun kemur ýmsum athugasemdum og ábendingum á framfæri í bréfum dags. 10. og 11. apríl.2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerir með bréfi dags. 17. apríl athugasemdir við umfang fyrirhugaðrar urðunar.3. Minjavörður staðfestir með tölvupósti 7. maí 2013 að hann geri ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna. Ljóst er að mistök hafa átt sér stað varðandi lýsingu á magni og umfangi urðanlegs úrgangs á svæðinu í áður kynntri skipulagslýsingu. Ekki er gert ráð fyrir að urðun á svæðinu upp á meira en 500 tonnum á ári af óvirkum úrgangi. Þegar hefur verið skilað inn til Norðurþings leiðréttri skipulags- og matslýsingu fyrir urðunarsvæðið þar sem tekið er tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar hafa verið.

Fundi slitið - kl. 13:00.