Varðandi leiguhúsnæði á Kópaskeri
Málsnúmer 201305029
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 74. fundur - 23.05.2013
Fyrir bæjarráði liggur svarbréf frá Seljalaxi hf. vegna beiðni um aðkomu félagsins að stofnun nýs félags til að standa að kaupum á húsnæði til útleigu á Kópaskeri. Fram kemur í bréfinu að stjórn Seljalax hf. ákvað að afþakka þátttöku í skipulagningu slíks eignarhaldsfélags um leiguhúsnæði. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir svarið.