Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Aðalfundur Landskerfa bókasafna hf.
Málsnúmer 201005056Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Landskerfis bókasafna hf. sem haldinn verður föstudaginn 24. maí kl. 14:30 í Höfðatúni 2 í Reykjavík. Fundarboðin lögð fram til kynningar.
2.Aðalfundur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga
Málsnúmer 201305054Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Menningarmiðstöðvar Þingeyinga sem haldinn verður 31. maí n.k. kl. 14:00 í Safnahúsinu á Húsavík. Meðfylgjandi fundarboðinu eru ársreikningur og árbók fyrir árið 2012. Fundarboðin lögð fram til kynningar.
3.Eignarhaldsfélagið Fasteign 2013
Málsnúmer 201301019Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. sem haldinn verður þriðjudaginn 28. maí n.k. kl. 12:00 að Bíldshöfða 9 í Reykjavík. Meðfylgjandi fundarboðinu er ársreikningur félagsins fyrir árið 2012. Bæjarráð felur Bergi Elíasi Ágústssyni, bæjarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
4.Frá Húsavíkurstofu, Mærudagar 2013
Málsnúmer 201305048Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Húsavíkurstofu vegna Mærudaga 2013. Húsavíkurstofa hefur á undanförnum árum séð um Mærudaga og er nú þegar byrjað að skipuleggja hátíðina fyrir sumarið og verður hún haldin 25. júlí til 28. júlí.Sveitarfélagið hefur á undanförnum árum styrkt hátíðina um 1.500.000.- krónur. Til viðbótar þessu framlagi hefur Norðurþing greitt löggæslukostnað sem var sérstaklega greitt fyrir í fyrsta skipti 2011 og 2012. Ljóst er að slíkur kostnaður mun verða á hátíðinni hér eftir. Því leitar Húsavíkurstofa eftir því við Norðurþing að: 1. Samningur verði gerður milli Norðurþings og Húsavíkurstofu um framkvæmd Mærudaga 2013.2. Styrkur til hátíðarinnar verði sá sami og undanfarin ár.3. Norðurþing greiði löggæslukostnað sem af hátíðinni hlýst. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að samningi við Húsavíkurstofu og leggja fyrir bæjarráð.
5.Friðrik Sigurðsson, almenningssamgöngur í Norðurþingi
Málsnúmer 201305043Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi sem Friðrik Sigurðsson, bæjarfulltrúi, óskaði eftir að tekið yrði til umræðu um almenningssamgöngur í Norðurþingi. Til umræðu er annars vegar takmarkaðar almenningssamgöngur í sumar austan Húsavíkur og hins vegar tenging Strætó við flugvöllinn í Aðaldal og á Akureyri. Á kynningarfundi sem haldinn var á skipulagi á almenningssamgöngum á norðausturlandi kom fram að á vetrartíma yrði pöntunarþjónusta frá Húsavík að Þórshöfn en að sumarlagi yrðu fastar ferðir á framangreindri leið. Komið hefur í ljós að svo er ekki. Bæjarráð Norðurþings beinir því til Eyþings, sambands sveitarfélaga á norðausturlandi, sem ber ábyrgð á skipulagi málaflokksins, að sjá til þess að fastar ferðir verði á milli Húsavíkur og Þórshafnar á þeim tíma sem um ræðir.
6.Héraðsnefnd Þingeyinga, ársreikningur 2012
Málsnúmer 201305050Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar ársreikningur Héraðsnefndar Þingeyinga fyrir árið 2012.
7.Hvalamiðstöðin á Húsavík SES, ársreikningur 2012
Málsnúmer 201305052Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar ársreikningur Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík SES fyrir árið 2012.
8.Náttúrustofa Norðausturlands, ársreikningur 2012
Málsnúmer 201305051Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar ársreikningur Náttúrustofu Norðausturlands fyrir árið 2012.
9.Rifós hf., aðalfundarboð
Málsnúmer 201305047Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Rifóss hf. fyrir árið 2012 sem haldinn verður laugardaginn 1. júní n.k. kl. 14:00 í Skúlagarði í Kelduhverfi. Bæjarráð felur Jóni Grímssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalafundinum og Gunnlaug Stefánsson til vara.
10.Sorpsamlag Þingeyinga 2013
Málsnúmer 201304003Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Sorpsamlags Þingeyinga ehf. fyrir árið 2012 sem fram fer miðvikudaginn 5. júní n.k. kl. 14:00 í Ýdölum í Þingeyjarsveit. Bæjarráð felur Bergi Elíasi Ágústssyn að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum og Þráinn Gunnarsson til vara.
11.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Einari Gíslasyni f.h. Húsavíkurstofu vegna Mærudaga 2013
Málsnúmer 201305037Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Húsavik vegna leyfisveitingar til handa Einari Gíslasyni f.h. Húsavíkurstofu vegna Mærudaga 2013. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.
12.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Þórhalli Óskarssyni vegna Fensala ehf
Málsnúmer 201305049Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Þórhalli Óskarssyni vegna Fensala ehf. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.
13.Varðandi leiguhúsnæði á Kópaskeri
Málsnúmer 201305029Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur svarbréf frá Seljalaxi hf. vegna beiðni um aðkomu félagsins að stofnun nýs félags til að standa að kaupum á húsnæði til útleigu á Kópaskeri. Fram kemur í bréfinu að stjórn Seljalax hf. ákvað að afþakka þátttöku í skipulagningu slíks eignarhaldsfélags um leiguhúsnæði. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir svarið.
14.Þorgrímur ehf., erindi varðandi lóðir
Málsnúmer 201305055Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Þorgrími ehf. vegna íbúðalóða sem félagið á. Fram kemur í bréfinu að félagið óskar eftir innlausn lóðanna.
Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið en sér sér ekki fært að verða við erindi félagsins.
15.Skipun starfshóps um frágang lóðar Síldarvinnslu ríkisins á Raufarhöfn.
Málsnúmer 201201062Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur minnisblað er varðar niðurstöðu starfshóps sem skipaður var í mars 2013 til að fjalla um og veita ráðgefandi umsögn um nýtingu húseigna SR á Raufarhöfn. Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir minnisblaðið sem er bæði ítarlegt og vel skilgreint. Bæjarráð mun taka erindið upp á næsta fundi.
16.Garðarsbraut 69 íbúð 201- ósk um söluheimild
Málsnúmer 200903043Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 29. fundi framkvæmda- og hafnanefndar. Afgreiðsla nefndarinnar er eftirfarandi: "Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til afgreiðslu sölubeiðni íbúðarinnar að Garðarsbraut 69 - 201.
Umsjónarmaður fasteigna fór yfir og kynnti ástand og söluyfirlit eignarinnar.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarráð að söluheimild verði veitt." Bæjarráð samþykkir söluheimild eignarinnar að Garðarsbraut 69 -201 á Húsavík.
Umsjónarmaður fasteigna fór yfir og kynnti ástand og söluyfirlit eignarinnar.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarráð að söluheimild verði veitt." Bæjarráð samþykkir söluheimild eignarinnar að Garðarsbraut 69 -201 á Húsavík.
Fundi slitið - kl. 18:00.