Fara í efni

Frá Húsavíkurstofu, Mærudagar 2013

Málsnúmer 201305048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 74. fundur - 23.05.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Húsavíkurstofu vegna Mærudaga 2013. Húsavíkurstofa hefur á undanförnum árum séð um Mærudaga og er nú þegar byrjað að skipuleggja hátíðina fyrir sumarið og verður hún haldin 25. júlí til 28. júlí.Sveitarfélagið hefur á undanförnum árum styrkt hátíðina um 1.500.000.- krónur. Til viðbótar þessu framlagi hefur Norðurþing greitt löggæslukostnað sem var sérstaklega greitt fyrir í fyrsta skipti 2011 og 2012. Ljóst er að slíkur kostnaður mun verða á hátíðinni hér eftir. Því leitar Húsavíkurstofa eftir því við Norðurþing að: 1. Samningur verði gerður milli Norðurþings og Húsavíkurstofu um framkvæmd Mærudaga 2013.2. Styrkur til hátíðarinnar verði sá sami og undanfarin ár.3. Norðurþing greiði löggæslukostnað sem af hátíðinni hlýst. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að samningi við Húsavíkurstofu og leggja fyrir bæjarráð.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 32. fundur - 12.11.2013

Einar Gíslason framkvæmdastsjóri Húsavíkurstofu mætti á fundinn. Einar fór yfir og kynnti skýrslu verkefnisstjóra um Mærudaga 2013. Fræðslu- og menningarnefnd þakkar framkvæmdaaðilum fyrir gott skipulag og myndarlega framkvæmd. Einar Gíslason vék af fundi kl. 17:30.