Friðrik Sigurðsson, almenningssamgöngur í Norðurþingi
Málsnúmer 201305043
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 74. fundur - 23.05.2013
Fyrir bæjarráði liggur erindi sem Friðrik Sigurðsson, bæjarfulltrúi, óskaði eftir að tekið yrði til umræðu um almenningssamgöngur í Norðurþingi. Til umræðu er annars vegar takmarkaðar almenningssamgöngur í sumar austan Húsavíkur og hins vegar tenging Strætó við flugvöllinn í Aðaldal og á Akureyri. Á kynningarfundi sem haldinn var á skipulagi á almenningssamgöngum á norðausturlandi kom fram að á vetrartíma yrði pöntunarþjónusta frá Húsavík að Þórshöfn en að sumarlagi yrðu fastar ferðir á framangreindri leið. Komið hefur í ljós að svo er ekki. Bæjarráð Norðurþings beinir því til Eyþings, sambands sveitarfélaga á norðausturlandi, sem ber ábyrgð á skipulagi málaflokksins, að sjá til þess að fastar ferðir verði á milli Húsavíkur og Þórshafnar á þeim tíma sem um ræðir.