Ingunn St. Svavarsdóttir sækir um leyfi til að setja niður skúlptúrinn Dans við áningarstað Vegagerðarinnar við Presthólalón
Málsnúmer 201305061
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 106. fundur - 25.06.2013
Óskað er eftir samþykki fyrir að setja niður listaverkið Dans við áningarsvæði við Presthólalón í Núpasveit. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar vegna röskunar á hrauni skv. ákvæðum 37. gr laga nr. 44/1999 um náttúruvernd. Stofnunin telur að við gerð undirstöðu og uppsetningu verksins ætti að leggja áherslu á að raska ekki hrauni frekar en orðið er og leggja áherslu á að framvkæmdin verði afturkræf. Meðfylgjandi erindi eru skissur af listaverkinu og afstöðumynd. Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir sjónarmið Umhverfisstofnunar um að lágmarka beri rask við fyrirhugaðar framkvæmdir, en áréttar að svæðinu hefur þegar verið raskað við vegagerð og efnistöku. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir uppsetningu listaverksins.