Fara í efni

Ásta Hafberg f.h. Öldu félags um sjálfbærni og lýðræði sendir inn erindi varðandi húsnæði fyrir grasrótar- og félagasamtök

Málsnúmer 201305073

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 76. fundur - 13.06.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Ástu Hafberg, f.h. Öldu félags um sjálfbærni og lýðræði. Eftirfarandi kemur m.a. fram í erindi félagsins. Félagið er kalla eftir því að sveitarfélagið tryggi grasrótar- og félagasamtökum húsnæði. Eitt af því sem einkennir öflugt samfélag er virkni íbúa þess. Það má mæla og sjá svo sem í því hversu mörg félagasamtök eru starfrækt. Rannsóknir á félagsauði, samhyggð og samstöðu innan samfélaga taka að janfaði mið af virkni, stöðu og fjölda félagasamtaka. Félagasamtök af öllum gerðum, hvort sem þau tengjast einhvers konar afþreyingu eða baráttu fyrir breytingum í samfélaginu, hafa jákvæð áhrif á bæði samfélagið og einstaklingana sem í þeim taka þátt. Sterk fylgni er á milli lífsgæða/vellíðan og félagslegrar virkni. Grasrótarstarf félagasamtaka er mikilvægur hluti lýðræðisins, þar sem fólk kemur saman og vinnur að málefnum og uppbyggingarstarfi. Grundvöllur slíks starfs er aðgengilegt húsnæði. Félagið óskar þess að erindið verði tekið fyrir í borgar-/bæjarstjórn til formlegrar afgreiðslu og að niðurstaða verði send félaginu. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið. Erindið lagt fram til kynningar.