Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.806. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 201306017Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 806. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerði lögð fram til kynningar.
2.Afrit af svarbréfi frá Lyfju hf. til íbúasamtaka Raufarhafnar varðandi athugasemdir við starfsemi Lyfju á Raufarhöfn og Kópaskeri
Málsnúmer 201306005Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggja bréf frá íbúasamtökum Raufarhafnar varðandi starfsemi Lyfju á Raufarhöfn og Kópaskeri. Eftirfarandi kemur fram í bréfum samtakanna: ;
Nýstofnuð Íbúasamtök Raufarhafnar harma þá ákvörðun Lyfju að skerða þjónustu við íbúa Raufarhafnar, Kópaskers og nágrennis. Þessi breyting skerðir lífsgæði íbúa og eins og póstþjónustu er háttað, þá tekur einn til tvo daga að fá afgreidd lyf, þar sem lyfjasendingar koma gjarnan eftir lokun lyfjaafgreiðslu. Einnig getur skapast hættuástand þar sem læknar geta ekki nálgast nauðsynleg lyf í bráðatilfellum. Þetta telja íbúasamtökin vera aðför að öryggi íbúanna og skapi öryggisleysi, ekki síst hjá eldri borgurum. Íbúasamtök Raufarhafnar skora á Lyfju að endurskoða þessa ákvörðun með hagsmuni íbúa svæðisins í huga. ;
Afrit af áskorun sent til Heilbrigðisráðuneytis, Bæjarstjórnar Norðurþings, Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, auk þeirra aðila sem að átaksverkefninu á Raufarhöfn standa, það er Byggðastofnun, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Háskólinn á Akureyri.
;
Samtökunum hefur borist svar frá framkvæmdastjóra Lyfju, dagsett 3. júní. Í bréfinu er gerð grein fyrir ákvörðun félagsins en það kemur ekki fram að Lyfja hugsi sér að endurskoða fyrrnefnda ákvörðun. ;
Að mati íbúasamtakanna er skerðing á þjónustu Lyfju bagaleg fyrir íbúa Raufarhafnar, Kópaskers og nágrenni. Til að fá frá fyrstu hendi hvað breytingarnar þýða og til að meta þörf á frekari aðgerðum í málinu, þá óska íbúasamtökin hér með eftir fundi með framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og heilsugæslulækni og hjúkrunarfræðingi á Raufarhöfn og Kópaskeri. Einnig óska íbúasamtökin eftir að fulltrúi Norðurþings, bæjarstjóri og/eða staðgengill bæjarstjóra, sitji fundinn. ;
Lagt er til að fundurinn verði miðvikudaginn 19. júní eftir hádegi. Gott væri að fá viðbrögð við þessum fundartíma eða tillögu að öðrum tíma. ;
;
Bæjarráð þakkar samtökunum fyrir erindið og mun fulltrúi sveitarfélagsins mæta á fundinn. ; ;
Nýstofnuð Íbúasamtök Raufarhafnar harma þá ákvörðun Lyfju að skerða þjónustu við íbúa Raufarhafnar, Kópaskers og nágrennis. Þessi breyting skerðir lífsgæði íbúa og eins og póstþjónustu er háttað, þá tekur einn til tvo daga að fá afgreidd lyf, þar sem lyfjasendingar koma gjarnan eftir lokun lyfjaafgreiðslu. Einnig getur skapast hættuástand þar sem læknar geta ekki nálgast nauðsynleg lyf í bráðatilfellum. Þetta telja íbúasamtökin vera aðför að öryggi íbúanna og skapi öryggisleysi, ekki síst hjá eldri borgurum. Íbúasamtök Raufarhafnar skora á Lyfju að endurskoða þessa ákvörðun með hagsmuni íbúa svæðisins í huga. ;
Afrit af áskorun sent til Heilbrigðisráðuneytis, Bæjarstjórnar Norðurþings, Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, auk þeirra aðila sem að átaksverkefninu á Raufarhöfn standa, það er Byggðastofnun, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Háskólinn á Akureyri.
;
Samtökunum hefur borist svar frá framkvæmdastjóra Lyfju, dagsett 3. júní. Í bréfinu er gerð grein fyrir ákvörðun félagsins en það kemur ekki fram að Lyfja hugsi sér að endurskoða fyrrnefnda ákvörðun. ;
Að mati íbúasamtakanna er skerðing á þjónustu Lyfju bagaleg fyrir íbúa Raufarhafnar, Kópaskers og nágrenni. Til að fá frá fyrstu hendi hvað breytingarnar þýða og til að meta þörf á frekari aðgerðum í málinu, þá óska íbúasamtökin hér með eftir fundi með framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og heilsugæslulækni og hjúkrunarfræðingi á Raufarhöfn og Kópaskeri. Einnig óska íbúasamtökin eftir að fulltrúi Norðurþings, bæjarstjóri og/eða staðgengill bæjarstjóra, sitji fundinn. ;
Lagt er til að fundurinn verði miðvikudaginn 19. júní eftir hádegi. Gott væri að fá viðbrögð við þessum fundartíma eða tillögu að öðrum tíma. ;
;
Bæjarráð þakkar samtökunum fyrir erindið og mun fulltrúi sveitarfélagsins mæta á fundinn. ; ;
3.Ásta Hafberg f.h. Öldu félags um sjálfbærni og lýðræði sendir inn erindi varðandi húsnæði fyrir grasrótar- og félagasamtök
Málsnúmer 201305073Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Ástu Hafberg, f.h. Öldu félags um sjálfbærni og lýðræði. Eftirfarandi kemur m.a. fram í erindi félagsins. Félagið er kalla eftir því að sveitarfélagið tryggi grasrótar- og félagasamtökum húsnæði. Eitt af því sem einkennir öflugt samfélag er virkni íbúa þess. Það má mæla og sjá svo sem í því hversu mörg félagasamtök eru starfrækt. Rannsóknir á félagsauði, samhyggð og samstöðu innan samfélaga taka að janfaði mið af virkni, stöðu og fjölda félagasamtaka. Félagasamtök af öllum gerðum, hvort sem þau tengjast einhvers konar afþreyingu eða baráttu fyrir breytingum í samfélaginu, hafa jákvæð áhrif á bæði samfélagið og einstaklingana sem í þeim taka þátt. Sterk fylgni er á milli lífsgæða/vellíðan og félagslegrar virkni. Grasrótarstarf félagasamtaka er mikilvægur hluti lýðræðisins, þar sem fólk kemur saman og vinnur að málefnum og uppbyggingarstarfi. Grundvöllur slíks starfs er aðgengilegt húsnæði. Félagið óskar þess að erindið verði tekið fyrir í borgar-/bæjarstjórn til formlegrar afgreiðslu og að niðurstaða verði send félaginu. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið. Erindið lagt fram til kynningar.
4.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga og aðlögunaráætlun
Málsnúmer 201306016Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Meðal annars kemur fram í bréfi nefndarinnar tilvísun til svara sveitarfélagsins um áætlun í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 502/2012 um hvernig sveitarstjórn hyggst ná viðmiðum 1. og 2. tölulið 2. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. EFS óskar eftir endurskoðun sveitarfélagsins á aðlögunaráætlun um að ná viðmiðum 64. gr. sveitarstjórnarlaga í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 502/2012. Jafnframt er óskað eftir að gerð verði grein fyrir helstu áhættuþáttum áætlunarinnar til að auðvelda EFS yfirferð og mat á áætluninni.Svör óskast til nefndarinnar innan 45 daga frá dagsetningu bréfsins. Bæjarráð þakkar EFS fyrir erindið en þegar er hafin undirbúningsvinna í samræmi við afgreiðslu bæjarstjórnar frá því í desmeber s.l. þegar fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins voru afgreiddar. Nefndinni munu berast svör við þeim spurningum sem lagðar hafa verið fram.
5.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2013
Málsnúmer 201301049Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 113. fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6.Halldór Valdimarsson f.h. Rauða krossins í Þingeyjarsýslu, staða Setursins, geðræktarmiðstöðvar á Húsavík
Málsnúmer 201306015Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Halldóri Valdimarssyni, f.h. Rauðakrossins í Þingeyjarsýslum. Erindið felur í sér ályktun frá Rauðakrossinum í Þingeyjarsýslum frá 23. maí s.l.Fram kemur m.a. í ályktuninni að félagið lýsir miklum áhyggjum vegna núverandi stöðu Setursins, geðræktarmiðstöðvar Árgötu 12 á Húsavík. Stjórn Rauðakrossins í Þingeyjarsýslum skorar á sveitarstjórn Norðurþings að taka málefni geðræktarmiðstöðvarinnar til rækilgrar skoðunar með það að markmiði að finna flöt á fjárhagslegum og faglegum rekstri hennar áfram. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið. Unnið er að verkefninu hjá félags- og barnaverndanefnd.
7.Menningarsjóður þingeyskra kvenna, ársreikningur
Málsnúmer 201306001Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar ársreikningur Menningarsjóðs þingeyskra kvenna fyrir árið 2012. Lagt fram til kynningar.
8.Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir námsferð til Skotlands 3. - 5. sept. 2013
Málsnúmer 201306028Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur kynning á námsferð til Skotlands 2 - 5 september 2013 fyrir stjórnsýslu sveitarfélaga. Námsferðin er opin fyrir alla sveitarstjórnarmenn en við skipulagningu eru sérstaklega hafðir í huga framkvæmdastjórar sveitarfélaga og stjórnendur á fjármála- og stjórnsýslusviðum þeirra.Tilkynna þarf þátttöku fyrir 30. júní n.k. Erindið lagt fram til kynningar.
9.Samband orkusveitarfélaga, stefnumörkun stjórnar til umsagnar
Málsnúmer 201305074Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Sambandi orkusveitarfélaga um stefnumörkun stjórnar samtakanna. Á 12. fundi stjórnar samtakanna var samþykkt að senda drög að stefnumörkun til allra aðildarsveitarfélaga til umsagnar. Umsagnarfrestur er til 30. júní n.k. Erindinu frestað til næsta fundar bæjarráðs.
10.Seljalax hf. aðal hluthafafundur fyrir árið 2012
Málsnúmer 201306037Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Seljalax hf. fyrir árið 2012 sem haldinn verður í Skúlagarði föstudaginn 14. júní kl. 17:00 Bæjarráð felur Jóni Grímssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
11.Skotfélag Húsavíkur, ósk um langtíma samning um uppbyggingu skotsvæðis við Húsavíkurfjall
Málsnúmer 201306011Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Skotfélagi Húsavíkur sem áður hefur verið tekið fyrir á fundi tómstunda- og æskulýðsnefndar. Erindið felur í sér breytingu á styrktarsamningi við félagið sem tengist uppbyggingu þess á skotsvæði við Húsavíkurfjall. Fram kemur m.a. í erindinu að félagið hyggst ráðst í umfangsmiklar lagfæringar á riffilaðstöðu og umhverfi. Verkefnið er langtímaverkefni en þó er gert ráð fyrir að hið nýja svæði verði komið í nothæft horf fyrir landsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður á næsta ári.Félagið á eigið fé að upphæð um 3 m.kr. en óskar eftir langtímasamningi við sveitarfélagið til allt að 8 til 10 ára. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og samþykkir að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verið gert ráð fyrir að árlegur styrkur verði 500.000.- og bundinn með samningi til næstu 6 ára.
12.Thorsil ehf-Óskar eftir viðræðum við Norðurþing um úthlutun 20 hektara lóðar á skipulögðu iðnaðarsvæði á Bakka
Málsnúmer 201107032Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Thorsil ehf. þar sem óskað er eftir 20 ha lóð á skipulögðu iðnaðarsvæði á Bakka. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til skipulags- og byggingarnefndar til frekari meðferðar.
13.Vís - vátryggingarsamningur 2013 til 3ja ára
Málsnúmer 201306020Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu vátryggingarsamningur milli VÍS og Norðurþings. Félögin gera með sér samkomulag um vátryggingarvernd sveitarfélagsins með gildistöku frá og með 1.janúar 2013 til 31. desember 2015, eða í 3 ár. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
Fundi slitið - kl. 18:00.