Skotfélag Húsavíkur, ósk um langtíma samning um uppbyggingu skotsvæðis við Húsavíkurfjall
Málsnúmer 201306011
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 76. fundur - 13.06.2013
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Skotfélagi Húsavíkur sem áður hefur verið tekið fyrir á fundi tómstunda- og æskulýðsnefndar. Erindið felur í sér breytingu á styrktarsamningi við félagið sem tengist uppbyggingu þess á skotsvæði við Húsavíkurfjall. Fram kemur m.a. í erindinu að félagið hyggst ráðst í umfangsmiklar lagfæringar á riffilaðstöðu og umhverfi. Verkefnið er langtímaverkefni en þó er gert ráð fyrir að hið nýja svæði verði komið í nothæft horf fyrir landsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður á næsta ári.Félagið á eigið fé að upphæð um 3 m.kr. en óskar eftir langtímasamningi við sveitarfélagið til allt að 8 til 10 ára. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og samþykkir að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verið gert ráð fyrir að árlegur styrkur verði 500.000.- og bundinn með samningi til næstu 6 ára.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 24. fundur - 05.11.2013
Bæjarráð Norðurþings samþykkti á 76.fundi sínum 13.06.2013 að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verði gert ráð fyrir árlegum styrk að upphæð 500.000 krónur til Skotfélags Húsavíkur. Bundinn með samningi til næstu 6 ára.Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að samningi milli Norðurþings og Skotfélags Húsavíkur er kæmi til framkvæmda á árinu 2014. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir samningsdrögin með þeim fyrirvara að Bæjarráð fjármagni sinn hluta samningsins til næstu 6 ára að upphæð 500.000 krónur á ári.