Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga og aðlögunaráætlun
Málsnúmer 201306016
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 76. fundur - 13.06.2013
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Meðal annars kemur fram í bréfi nefndarinnar tilvísun til svara sveitarfélagsins um áætlun í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 502/2012 um hvernig sveitarstjórn hyggst ná viðmiðum 1. og 2. tölulið 2. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. EFS óskar eftir endurskoðun sveitarfélagsins á aðlögunaráætlun um að ná viðmiðum 64. gr. sveitarstjórnarlaga í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 502/2012. Jafnframt er óskað eftir að gerð verði grein fyrir helstu áhættuþáttum áætlunarinnar til að auðvelda EFS yfirferð og mat á áætluninni.Svör óskast til nefndarinnar innan 45 daga frá dagsetningu bréfsins. Bæjarráð þakkar EFS fyrir erindið en þegar er hafin undirbúningsvinna í samræmi við afgreiðslu bæjarstjórnar frá því í desmeber s.l. þegar fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins voru afgreiddar. Nefndinni munu berast svör við þeim spurningum sem lagðar hafa verið fram.