Halldór Valdimarsson f.h. Rauða krossins í Þingeyjarsýslu, staða Setursins, geðræktarmiðstöðvar á Húsavík
Málsnúmer 201306015
Vakta málsnúmerFélags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 36. fundur - 12.06.2013
Kynnt ályktun frá Rauðakrossinum í Þingeyjarsýslu um málefni Setursins. Nefndin tekur undir ályktunina
Bæjarráð Norðurþings - 76. fundur - 13.06.2013
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Halldóri Valdimarssyni, f.h. Rauðakrossins í Þingeyjarsýslum. Erindið felur í sér ályktun frá Rauðakrossinum í Þingeyjarsýslum frá 23. maí s.l.Fram kemur m.a. í ályktuninni að félagið lýsir miklum áhyggjum vegna núverandi stöðu Setursins, geðræktarmiðstöðvar Árgötu 12 á Húsavík. Stjórn Rauðakrossins í Þingeyjarsýslum skorar á sveitarstjórn Norðurþings að taka málefni geðræktarmiðstöðvarinnar til rækilgrar skoðunar með það að markmiði að finna flöt á fjárhagslegum og faglegum rekstri hennar áfram. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið. Unnið er að verkefninu hjá félags- og barnaverndanefnd.