Atli Vigfússon óskar eftir samþykki til að stofna og skipta út úr Laxamýri lóð undir Gamla veiðiheimilið
Málsnúmer 201309021
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 82. fundur - 12.09.2013
Fyrir bæjarráði liggur umsókn frá Atla Vigfússyni um stofnun fasteigna í fasteignaskrá - ný lóð (Gamla veiðiheimilið). Bæjarráð vísar erindinu um stofnun nýrrar lóðar í fasteignaskrá til bæjarstjórnar. Jón Helgi Björnsson vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið.
Bæjarstjórn Norðurþings - 28. fundur - 17.09.2013
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 82. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs: "Fyrir bæjarráði liggur umsókn frá Atla Vigfússyni um stofnun fasteigna í fasteignaskrá - ný lóð (Gamla veiðiheimilið).
Bæjarráð vísar erindinu um stofnun nýrrar lóðar í fasteignaskrá til bæjarstjórnar." Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi erindi samhljóða. Jón Helgi Björnsson vék af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu um stofnun nýrrar lóðar í fasteignaskrá til bæjarstjórnar." Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi erindi samhljóða. Jón Helgi Björnsson vék af fundi undir þessum lið.