Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Fundargerðir Eyþings 2013
Málsnúmer 201303027Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 244. fundar Eyþings. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2.Endurnýjun áramótaártals
Málsnúmer 201309017Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi og ábending um að áramótaártal sem sett er upp við Húsavíkurfjall í lok hvers árs er talið ónýtt. Bæjarráð samþykkir að endurnýjan búnaðinn og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna að málinu.
3.Orkuveita Húsavíkur - framkvæmda- og kostnaðaráætlun við fráveitu OH - fráveitugjald
Málsnúmer 201309018Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur ósk frá stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf., um endurskoðun á gjaldskrá fráveitu í ljósi fjárfestinga og reksturs fráveitu. Meðfylgjandi eru drög að framkvæmdaráætlun og fjárfestingakostnaði. Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2014.
4.Fjárhagsáætlun 2014 - samstæða
Málsnúmer 201309019Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggja drög að verk- og tímaáætlunum við gerð fjárhagsáætlun samstæðu sveitarfélagsins fyrir árið 2014. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram drög að tekjuáætlun fyrir árið 2014 á næsta fund bæjarráðs.
5.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - endurskoðun á stjórnfyrirkomulagi Vatnajökulsþjóðgarðs / greinargerð
Málsnúmer 201309020Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur greinargerð starfshóp umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um endurskoðun á stjórfyrirkomulagi Vatnajökulsþjóðgarðs. Skv. 4. tl. ákvæðis til bráðabirgða í lögum nr.60/2007, sem er svohljóðandi "4. ákvæði laga þessara um stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs skulu eigi síðar en 1. janúar 2013 endurskoðuð í samstarfi ríkis og sveitarfélaga." Starfshópurinn skilaði ráðherra greinargerð sinni 27. ágúst s.l. Meðfylgjandi er greinargerð starfshópsins. Ráðuneytið leggur mikla áherslu á að vinna að þessum málum í góðri sátt og samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. Stefnt er að því að boða fulltrúa sveitarstjórnanna til fundar í ráðuneytinu um tillögur starfshópsins. Fundarboð verður sent síðar en í skoðun er að boða til þess fundar samhliða árlegum fundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík í byrjun október. Lagt fram til kynningar.
6.Málefni Slökkviliðs Húsavíkur
Málsnúmer 201305010Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur skýrsla starfshóps sem skipaður var um málefni Slökkviliðanna í Norðurþingi. Erindið var síðast tekið fyrir á 33. fundi framkvæmda- og hafnanefndar þann 3. september s.l. Eftirfarandi er afgreiðsla framkvæmda- og hafnanefndar: Á 30. fundi framkvæmda- og hafnanefndar 12. júní sl. samþykkti framkvæmda- og hafnanefnd að leggja til við bæjarstjórn að skipuð yrði nefnd til þess að fara yfir málefni slökkviliðanna í Norðurþingi og myndi nefndin skila af sér fyrir 1. september n.k. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að skipa starfshóp og fól bæjarráði að gera erindisbréf fyrir starfshópinn og skipa fulltrúa í hann. Starfshópurinn hefur nú skilað skýrslu um stöðu slökkviliðanna og gert tillögur til úrbóta og áætlað kostnað vegna þeirra.
Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar starfshópnum fyrir vel unna skýrslu.
Í skýrslunni er lagt til að í sveitarfélaginu verði starfsrækt eitt slökkvilið í stað þriggja áður með starfsstöðvar á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Jafnframt er lagt til að einn slökkviliðsstjóri verði ráðinn og eldvarnareftirlitsmaður. Í skýrslunni er bent á mikilvægi þess að endurvinna brunavarnaráætlun. Auka þarf rekstrarframlag til málaflokksins.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að skýrslan verði lögð til grundvallar við endurskipulagningu brunavarnarmála í Norðurþingi.
Í samræmi við skýrslu starfshópsins óskar framkvæmda- og hafnanefnd eftir aukafjárveitingu að upphæð 4.000.000 kr. vegna málaflokksins á árinu 2013 til bæjarráðs. Í afgreiðslu framkvæmda- og hafnanefnd er óskað eftir 4 mkr. aukafjárveitingu fyrir árið 2013.Bæjarráð samþykkir umrædda beiðni og felur nefndinni að nota til þess ónýttar fjárheimildir.
Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar starfshópnum fyrir vel unna skýrslu.
Í skýrslunni er lagt til að í sveitarfélaginu verði starfsrækt eitt slökkvilið í stað þriggja áður með starfsstöðvar á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Jafnframt er lagt til að einn slökkviliðsstjóri verði ráðinn og eldvarnareftirlitsmaður. Í skýrslunni er bent á mikilvægi þess að endurvinna brunavarnaráætlun. Auka þarf rekstrarframlag til málaflokksins.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að skýrslan verði lögð til grundvallar við endurskipulagningu brunavarnarmála í Norðurþingi.
Í samræmi við skýrslu starfshópsins óskar framkvæmda- og hafnanefnd eftir aukafjárveitingu að upphæð 4.000.000 kr. vegna málaflokksins á árinu 2013 til bæjarráðs. Í afgreiðslu framkvæmda- og hafnanefnd er óskað eftir 4 mkr. aukafjárveitingu fyrir árið 2013.Bæjarráð samþykkir umrædda beiðni og felur nefndinni að nota til þess ónýttar fjárheimildir.
7.Atli Vigfússon óskar eftir samþykki til að stofna og skipta út úr Laxamýri lóð undir Gamla veiðiheimilið
Málsnúmer 201309021Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur umsókn frá Atla Vigfússyni um stofnun fasteigna í fasteignaskrá - ný lóð (Gamla veiðiheimilið). Bæjarráð vísar erindinu um stofnun nýrrar lóðar í fasteignaskrá til bæjarstjórnar. Jón Helgi Björnsson vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið.
8.Hvalasafnið á Húsavík og Garðarshólmur, ósk um aðkomu Norðurþings að verkefninu "Fræða- og menningarklasi Norðurþings"
Málsnúmer 201306079Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá verkefnastjórn sem skipaður var um verkefni Hvalasafnisins og Garðarshólms. Meðfylgjandi erindinu er verkáætlun og verklýsing. Verkefninu er áfangaskipt en gert er ráð fyrir að hægt verði að opna sýningu með steypireyðargrindinni sumarið 2015. Samkvæmt erindinu er óskað eftir styrkveitingu að upphæð 5 milljónir króna af 7,5 milljóna króna heildarkostnaði við undirbúning. Bæjarráð óskar eftir viðræðum við verkefnastjórnina um verkefnið og felur bæjarstjóra að boða viðkomandi á fund bæjarráðs.
9.Aðalfundur Leigufélagsins Hvamms ehf
Málsnúmer 201309024Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Leigufélagsins Hvamms ehf., sem fram fer miðvikudaginn 18. september n.k. í húsnæði Hvamms við Vallholtsveg á Húsavík og hefst hann kl. 14:00 Bæjarráð felur Bergi Elíasi Ágústssyni, bæjarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum og Trausti Aðalsteinsson til vara.
10.Aðalfundarboð Dvalarheimilis aldraðra sf 2013
Málsnúmer 201309025Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Dvalarheimilis aldraðra sf., sem fram fer miðvikudaginn 18. september n.k. í húsnæði Hvamms við Vallholtsveg á Húsavík og hefst hann kl. 14:00 Lagt fram til kynningar.
11.Fundargerðir Sambands orkusveitarfélaga 2012 og 2013
Málsnúmer 201202084Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð Sambands orkusveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:00.