Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir til umsóknar byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014
Málsnúmer 201309028
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 83. fundur - 26.09.2013
Fyrir bæjarráði liggur auglýsing frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014. Með auglýsingu þessari vill ráðuneytið gefa bæjar- og sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiksveiðiárið 2013/2014, á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Bæjar- og sveitarstjórnir eru umsóknaraðilar fyrir byggðalögin innan sveitarstjórnarumdæmanna og annast þær öll samskipti við ráðuneytið, sem nauðsynleg eru vegna úthlutunnarinnar. Umsóknarfrestur um byggðakvóta fiskveiðársins 2013/2014 er til 30. septembe 2013. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.Til greina við úthlutun byggðakvóta koma:1. Minni byggðarlög (viðmiðun er 2.000 íbúar þann 1. desember 2012), sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og sem háð eru veiðum og vinnslu á botnfiski. Skal sveitarstjórn gera ráðuneytinu ítarlega grein fyrir vanda byggðarlagsins sem talið er að rekja megi til samdráttar í sjávarútvegi á síðustu árum og fyrir þýðingu veiða og vinnslu botnfisks fyrir byggðarlag.2. Byggðarlög sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað afla í viðkomandi byggðarlögum og sem verulega áhrif hefur haft á atvinnuástand í þeim. Sveitarstjórnir skulu leggja fram gögn, sem sýna fram á að tilteknu byggðarlagi hefur óvænt skerðing heildaraflaheimilda fiskiskipa sem gerð eru þaðan út og landað hafa þar afla, hafi haft veruleg neikvæð áhrif á atvinnuástand í viðkomandi byggðarlagi. Að fegnum umóknum sveitarfélaga tekur ráðuneytið ákvörðun um hversu mikill byggðakvóti kemur í hlut einstakra byggðarlaga og tilkynnir bæjar-/sveitarstjórnum niðurstöðuna. Ráðuneytið gefur út reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2013/2014, nr. 664, 10. júlí 2013 og relgugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2013/2014, nr. 665, 10. júlí 2013 og eru bæjar- og sveitarstjórnarmenn hvattir til að kynna sér innihald þeirra. Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir byggðarlög Norðurþings og skila inn greinargerð samkvæmt ofangreindri auglýsingu.
Bæjarráð Norðurþings - 85. fundur - 29.10.2013
Fyrir bæjarráði liggur svar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna umsóknar sveitarfélagsins um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014. Vísað er í svarinu til umsóknar sveitarfélagsins en ráðuneytið hefur fjallað um umsóknina og er niðurstaðan að úthlutun byggðakvóta eftirfarandi:Húsavík - 210 þorskígildistonnKópasker - 55 þorskígildistonnRaufarhöfn - 149 þorskígildistonnÍ 10.gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum og reglugerð nr. 664 frá 10. júlí 2013 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga er kveðið á um hve mikinn byggðakvóta ráðuneytið hefur til ráðstöfunar og á hvern hátt skuli skipta magninu til byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og háð eru veiðum og/eða vinnslu á botnfiski sbr. 4. gr. og í öðru lagi er ákveðið á hvern hátt skuli reikna byggðakvóta til byggðarlaga sem orðið hafa fyrir samdrætti vegna rækjuvinnslu/skelvinnslu, á rækju/skel sem veidd er hér við land.Í reglugerð nr. 665 frá 10. júlí 2013, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2013/2014 er kveðið á um það í fyrsta lagi hvaða skilyrði fiskiskip og útgerðir þeirra þurfa að uppfylla til að fá úthlutun, sbr. 1. gr. og í öðru lagi hvernig að úthlutun byggðakvóta til einstakra fiskiskipa skuli staðið, sbr. 4. gr. og 6. gr reglugerðarinnar.Athygli bæjar- og sveitarstjórna er vakin á að engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar frá reglugerð síðasta fiskveiðiárs, aðrar en magntölur og dagsetningar hafa breyst. Fiskistofa annarst úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á grundvelli þeirra reglna sem um það gilda.Reglur samkvæmt reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa eru almennar og gilda um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í öllum byggðarlögum nema frá þeim sé vikið. Megintilgangur þeirra er að tryggja fiskiskip sem gerð eru út frá tilteknum byggðalögum, og landað hafa afla þar, fái hluta í byggðakvótanum sem landað er til vinnslu í viðkomanandi byggðarlagi. Frá þessum almennu reglum er heimilt að víkja samkvæmt tillögum hlutaðeigandi sveitarstjórna enda rökstyðji sveitarstjórnir tillögur sínar og sýni fram á að skilyrði sem hún leggur til séu byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum og í samræmi við hagsmuni viðkomandi byggðarlags.Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.
Bæjarráð Norðurþings - 106. fundur - 15.05.2014
Fyrir bæjarráði liggur svarbréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti vegna umsóknar sveitarfélagsins um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014. Fram kemur í bréfi ráðuneytisins að beðið er afsökunar á þeim drætti sem orðið hefur á viðbrögðum vegna óska sveitarfélagsins um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014. Beiðni sveitarfélagsins var sett fram með breytingu á orðavalinu byggðarlag og sveitarfélag. Að mati ráðuneytisins er Norðurþing langt frá því að vera eina "Fjölkjarnasveitarfélagið" á landinu og því er ekki talin næg rök til breytinga á úthlutunarreglum, hvað varðar notkun á orðunum byggðarlag og sveitarfélag. Þar sem kvartanir hafa borist frá útgerð á Húsavík var það von ráðuneytisins að álit Umboðsmanns Alþingis myndi liggja fyrir fljótlega á árinu 2014. Ráðuneytinu hefur ekki enn borist álit Umboðsmanns og því óhjákvæmilegt að ráðuneytið taki afstöðu til óska bæjarstjórnar.Það er því niðurstaða í máli þessu að ráðuneytið hafnar óskum Norðurþings um að breyta orðalagi á 1. gr. c-liðar reglugerðar ráðuneytisins, en getur fallist á aðrar breytingar sem fram koma í bréfi sveitarfélagsins og telur að þær séu byggðar á málefnalegum og staðbundnum ástæðum og samræmi við hagsmuni viðkomandi byggðarlaga. Bæjarráð hefur meðtekið svarbréf ráðuneytisins sem er endanleg niðurstaða vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014 og fagnar því að úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu geti farið fram.Bæjarráð samþykkir jafnframt að þær útgerðir sem fá úthlutaðan byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2013/2014 skili inn til sveitarfélagsins ráðstöfunarskýrslu frá viðmiðunartímabili þar sem fram koma upplýsingar um landaðan afla sem er til viðmiðunar við úthlutun byggðakvóta og í samræmi við samning sveitarfélagsins, fiskvinnslu og útgerðar. Hafi viðmiðunarafli ekki farið til vinnslu hjá fiskvinnslu sem útgerðaraðili er með samning við, mun sveitarfélagið ekki gera nýja samning fyrir úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014.
Bæjarráð Norðurþings - 114. fundur - 28.08.2014
Fyrir bæjarráði liggur svar frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti vegna umsóknar Önundar ehf. um byggðakvóta fyrir Þorstein ÞH - 115. Fram kemur í svari ráðuneytisins að þar sem báturinn hafi ekki landað afla á Raufarhöfn á viðmiðunartímabilinu 1. september 2012 til 31. ágúst 2013 sé ekki hægt að verða við beiðninni. Skv. ákvæði 4. gr. reglugerðar 665/2013 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2013/2014, teljast landanir sem eru á þeim tíma sem báturinn er með heimahöfn annars staðar, ekki til viðmiðunarafla byggðakvóta sem lagður er til grundvallar við skiptingu byggðakvótans. Jafnframt kemur fram í svarinu að ráðuneytið hafi leiðbeint eigendum um að kæra niðurstöðuna til ráðneytisins og leita eftir stuðningi sveitarfélagsins. Fyrir liggur að Fiskistofa getur ekki breytt þessari úthlutun án aðkomu ráðuneytisins. Í ljósi þess að sveitarfélagið Norðurþing og Byggðastofnun ásamt heimamönnum á Raufarhöfn hafa unnið að sérstöku verkefni til að styrkja atvinnuuppbyggingu á Raufarhöfn undir heitinu "brothættar byggðir" er mikilvægt að þeir aðilar sem gera þaðan út hafi tækifæri til að taka þátt í því, enda er það einn af lykilþáttum í að efla og styrkja jákvæða þróun. Þeir útgerðaraðilar sem hafa aðkomu að þessu verkefni hafa lagt fram sínar aflaheimildir og því eðlilegt að þeir njóti úthlutunar byggðakvóta til að tryggja landvinnslunni nægilegt hráefni og þar með mikilvæg störf.Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja sig í samband við ráðuneytið vegna málsins og koma sjónarmiðum og stuðningi sveitarfélagsins á framfæri. Mikilvægt er að aðilar verkefnisins hafi sömu og jöfnu tækifæri til þátttöku enda er um hagsmuni samfélagsins að ræða.