Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti vegna sértæks byggðakvóta á Raufarhöfn
Málsnúmer 201309028Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur svar frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti vegna umsóknar Önundar ehf. um byggðakvóta fyrir Þorstein ÞH - 115. Fram kemur í svari ráðuneytisins að þar sem báturinn hafi ekki landað afla á Raufarhöfn á viðmiðunartímabilinu 1. september 2012 til 31. ágúst 2013 sé ekki hægt að verða við beiðninni. Skv. ákvæði 4. gr. reglugerðar 665/2013 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2013/2014, teljast landanir sem eru á þeim tíma sem báturinn er með heimahöfn annars staðar, ekki til viðmiðunarafla byggðakvóta sem lagður er til grundvallar við skiptingu byggðakvótans. Jafnframt kemur fram í svarinu að ráðuneytið hafi leiðbeint eigendum um að kæra niðurstöðuna til ráðneytisins og leita eftir stuðningi sveitarfélagsins. Fyrir liggur að Fiskistofa getur ekki breytt þessari úthlutun án aðkomu ráðuneytisins. Í ljósi þess að sveitarfélagið Norðurþing og Byggðastofnun ásamt heimamönnum á Raufarhöfn hafa unnið að sérstöku verkefni til að styrkja atvinnuuppbyggingu á Raufarhöfn undir heitinu "brothættar byggðir" er mikilvægt að þeir aðilar sem gera þaðan út hafi tækifæri til að taka þátt í því, enda er það einn af lykilþáttum í að efla og styrkja jákvæða þróun. Þeir útgerðaraðilar sem hafa aðkomu að þessu verkefni hafa lagt fram sínar aflaheimildir og því eðlilegt að þeir njóti úthlutunar byggðakvóta til að tryggja landvinnslunni nægilegt hráefni og þar með mikilvæg störf.Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja sig í samband við ráðuneytið vegna málsins og koma sjónarmiðum og stuðningi sveitarfélagsins á framfæri. Mikilvægt er að aðilar verkefnisins hafi sömu og jöfnu tækifæri til þátttöku enda er um hagsmuni samfélagsins að ræða.
2.Erindi vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna
Málsnúmer 201408037Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóra, vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Í erindinu eru sveitarfélög, stofnanir og söfn hvött til að minnast þeirra mikilvægu réttindi sem kosningarétturinn er og 100 ára afmælisins á næsta ári, með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum það ár. Mikilvægt er að söfn kanni hvort þau eigi í fórum sínum merk verk sem mætti taka fram, eða taki saman verk til að sýna á næsta ári. Nefna mætti sem dæmi listaverk eftir konur í 100 ár, umfjöllun um konur, bækur eftir konur, ljósmyndir af konum eða myndir sem konur hafa tekið, styttur og/eða málverk af eða eftir konur og handrit, kjörgögn, s.s. kjörbækur gamlar og nýjar, plaköt, auglýsingar, bréf og annað sem tengist kosningum.Okkur þætti vænt um að heyra af því hvaða áform sveitarfélagið hyggst gera og myndum síðar kynna það á heimasíðu afmælisnefndarinnar, sem verður opnuð í haust. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og mun koma því áleiðis til stofnana og annarra aðila innan sveitarfélagisns.
3.Friðrik Sigurðsson óskar eftir að bæjarráð skori á ISAVIA, Innanríkisráðuneytið og Alþingi að tryggja öryggi flugfarðþega um Húsavíkurflugvöll
Málsnúmer 201408048Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Friðriki Sigurðssyni þar sem hann óskar eftir að bæjarráð skori á ISAVIA, Innanríkisráðuneytið og Alþingi að tryggja öryggi flugfarþega um Húsavíkurflugvöll. Eftirfarandi er bókun bæjarráðs.
"Bæjarráð Norðurþings skorar á ISAVIA, Innanríkisráðuneytið og Alþingi að tryggja öryggi flugfarþega um Húsavíkurflugvöll í Aðaldal með fullnægjandi aðflugsbúnaði og að tryggja að vellinum og öðrum þeim búnaði sem nauðsynlegur er til reksturs vallarins sé viðhaldið og búnaður endurnýjaður eins og nauðsynlegt er"
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.
"Bæjarráð Norðurþings skorar á ISAVIA, Innanríkisráðuneytið og Alþingi að tryggja öryggi flugfarþega um Húsavíkurflugvöll í Aðaldal með fullnægjandi aðflugsbúnaði og að tryggja að vellinum og öðrum þeim búnaði sem nauðsynlegur er til reksturs vallarins sé viðhaldið og búnaður endurnýjaður eins og nauðsynlegt er"
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.
4.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2014
Málsnúmer 201401098Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 128. fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf., frá 25. ágúst s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5.Jafnréttisstofa minnir á lög um jafnan rétt kvenna og karla er varðar sveitarstjórnir og hvetur sveitarstjórnarmenn til að mæta á landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga
Málsnúmer 201408041Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Jafnréttisstofu sem minnir á lög um jafnan rétt kvenna og karla er varðar sveitarstjórnir og hvetur sveitarstjórnarmenn til að mæta á landsfund jafnréttinefnda sveitarfélaga. Minnt er á ákvæði laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er varðar sveitarstjórnir. í 12. gr. laganna kemur fram að sveitarstjórnum beri að skipa jafnréttisnefndir sem skulu fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna innan sveitarfélags. Hver jafnréttisnefnd skal hafa umsjón með gerð jafnréttisáætlunar fyrir sveitarstjórnir til fjögurra ára en hana á að leggja fram eigi síðar en ári eftir kosningar. Lagt fram til kynningar.
6.Sala aflaheimilda úr sveitarfélaginu
Málsnúmer 201408053Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til umföllunar sala aflaheimilda úr sveitarfélaginu. Eftirfarandi er bókun:
Bæjarráð harmar sölu aflaheimilda úr sveitarfélaginu á undanförnum mánuðum. Með vísan til laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða er bæjarstjóra falið að leita skýringa þeirra aðila sem framselt hafa heimildirnar. Ennfremur verði leitað lögfræðiráðgjafar um stöðu Norðurþings m.t.t. forkaupsréttarákvæða fyrrgreindra laga.
Bæjarráð harmar sölu aflaheimilda úr sveitarfélaginu á undanförnum mánuðum. Með vísan til laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða er bæjarstjóra falið að leita skýringa þeirra aðila sem framselt hafa heimildirnar. Ennfremur verði leitað lögfræðiráðgjafar um stöðu Norðurþings m.t.t. forkaupsréttarákvæða fyrrgreindra laga.
Fundi slitið - kl. 16:00.