Borgarhólsskóli, vetrarstarfið og skipulag
Málsnúmer 201310095
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 31. fundur - 23.10.2013
Þórgunnur gerði grein fyrir starfi Borgarhólsskóla skólaárið 2013 - 2014. Áherslur eru á innleiðingu aðalnámskrár og endurskoðun skólanámskrár til samræmis við hana. Verið er að innleiða uppeldisstefnuna "jákvæður agi." Skólinn er að gerast heilsueflandi skóli. "Skólaskútan" og þau gildi sem hún byggir á eru leiðandi í öllu starfi skólans. Nánar verður greint frá starfi skólans í fréttabréfi skólans sem unnið er að. Fulltrúar Borgarhólsskóla viku af fundi kl. 18:05.