Gatnagerð á hafnarsvæði á Húsavík
Málsnúmer 201312023
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 36. fundur - 11.12.2013
Til stendur að endurbyggja akstursleið gegnum hafnarsvæðið samhliða fráveituframkvæmdum Orkuveitunnar sem fjallað var um hér í næsta lið á undan. Það er hagkvæmt að vinna þessar tvær framkvæmdir sem eitt verk og semja um kostnaðarskiptingu áður en verkið hefst. Fyrir fundinum liggur kostnaðaráætlun frá Mannviti vegna framkvæmdanna. Framkvæmda- og hafnanefnd telur mikilvægt að semja um kostnaðarskiptingu milli f&h nefndar annarsvegar og OH ohf. hinsvegar áður en verkið hefst.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 38. fundur - 12.02.2014
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur tillaga og kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við fráveitulögn og jarðvegsskipti milli Árgils og Naustagils. Orkuveita Húsavíkur ohf. mun leggja fráveitulögnina og bera þann kostnað en jarðvegsskiptin er hluti sveitarfélagsins. Unnin hafa verið útboðsgögn fyrir framkvæmdinni ásamt áætlun fyrir jartðvegsskiptum í vegstæði gegnum sama svæði. Erindið var áður til umfjöllunar í nefndinni á 36. fundi. Framkvæmda- og hafnanefnd ákveður að fara ekki í verkið að sinni.