Framlög sveitarfélaga til Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga 2014
Málsnúmer 201312035
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 90. fundur - 12.12.2013
Fyrir bæjarráði liggur fyrir beiðni Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga um framlag til reksturs félagsins á árinu 2014. Fram kemur í erindinu að gert er ráð fyrir 5% hækkun framlaga sveitarfélaga á milli ára sem byggist á forsendum fjárlaga um 5,6% hækkun nafnlauna á næsta ári og 3,5% almennum verðlagshækkunum, en rekstrarkostnaður félagsins skiptist þannig að 69,5% eru laun og launatengd gjöld og 30,5% annar rekstrarkostnaður og er vegið meðaltal því 5%. Heildarframlag sveitarfélaga er samkvæmt þessu 14.455.616.- krónur en þar af ber Norðurþing 8.568.064.- króna hlut. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi framlag til Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.