Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

90. fundur 12. desember 2013 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis 197. mál til umsagnar

Málsnúmer 201312045Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar tillaga að þingsályktun frá Allsherjar- og menntamálanefnd um seinkun klukkunnar, 197. mál. Lagt fram til kynningar.

2.Ályktanir sveitarstjórnarvettvangs EFTA

Málsnúmer 201312036Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ályktanir Sveitarstjórnarvettvangs EFTA um endurskoðun evrópskra reglna um úrgangsmál og tilskipunar um endurnýtingu opiberra upplýsinga. Sveitarstjórnarvettvangur EFTA kom saman í áttunda sinn 18. - 19. nóvember s.l. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 samkvæmt ákvörðun Ráðherranefndar og Fastanefndar EFTA til að tryggja þátttöku sveitarstjórnarstigsins í EES / EFTA samstarfinu. Í honum eiga sæti kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Á þessum fundi voru samþykktar neðangreindar ályktanir sem ástæða er til að kynna fyrir sveitarfélögum. 1. Ályktun un endurskoðun evrópskra reglna um úrgangsmál. Úrgangsregla Evrópusambandsins eru hluti af EES-samningnum og því ber Íslandi að innleiða þær. Meðhöndlun úrgangs er að stórum hluta á ábyrgð sveitarfélaga og því mikilvægt fyrir þau að fylgjast með þróun úrgangsmála á vettvangi ESB. Ísland hefur ekki innleitt rammatilskipun ESB um úrgang og erftirlitsstofnun EFTA hefur sent íslenskum stjórnvöldum áminningu vegna þessa. 2. Ályktun um endurskoðun tilskipunar um endurnýtingu opinberra upplýsinga. Miklir möguleikar eru fólgnir í því að skapa ný verðmæti úr upplýsingum sem eru í vörslu stjórnvalda, t.d. með því að tengja þær við aðrar upplýsingar og búa þannig til nýja afurð. Breytingum á tilskipun frá 2003, er ætlað að greiða fyrir endurnýtingu opinberra upplýsinga. Þær fela í sér samræmdar lágmarksreglur un endurnot opinberra upplýsinga sem almenningur og fyrirtæki eiga rétt til aðgangs að.Tilskipunin frá árinu 2003 var innleidd hér á landi með lögum, nr.161/2006, um breytingu á upplýsingalögum. Hinar nýju ESB reglur kveða á um útvíkkun á gildissviði þannig að tilskipunin nái til bókasafna og safna, þ.m. skjalasafna, sem voru áður undanþegin. Breytingarnar fela í sér skyldu fyrir aðildarríki að opna fyrir endurnýtingu skjala, nema reglur viðkomandi ríkis takmarki aðgang í samræmi við þær undantekningarheimildir sem tilskipunin kveður á um. Gæta verður að jafnræði, persónuverndarreglum og reglum um höfundarrétt vð endurnot. Dregin er ákveðin mörk hversu há gjöld er heimilt að taka fyrir aðgang.Aukin endurnot opinberra upplýsinga geti stuðlað að atvinnusköpum og hagvexti og bætt opinbera þjónustu. Vettvangurinn áréttar að sveitarfélög gegni lykilhlutverki varðandi innleiðingu hinna nýju reglna þar sem stór hluti opinberra upplýsinga sé á þeirra forræði. Ályktanirnar sjálfar og bakgrunnskjöl eru aðgengilegar á heimasíðu sveitarstjórnarvettvangsins. Þeim hefur verið komið á framfæri við viðkomandi stofnanir EFTA og ESB og viðkomandi ráðuneyti og nefndir Alþingis. Friðrik leggur fram eftirfarandi bókun:Báknið burt Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerð Héraðsnefndar Þingeyinga frá 3ja desember 2013

Málsnúmer 201312024Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð Héraðsnefndar Þingeyinga frá 3. desember s.l. Lagt fram til kynningar.

4.Hlutabréf í Tækifæri hf

Málsnúmer 201312017Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Tækifæri hf., þar sem sveitarfélaginu Norðurþingi er boðið að nýta sér, samkvæmt gr. 2.01. í samþykktum félagsins um forkaupsrétt, í föl hlutabréf í félaginu. Stjórn Tækifæris hf. hefur ákveðið að nýta ekki forkaupsrétt sinn til kaupa á bréfunum. Bæjarráð samþykkir að nýta sér ekki forkaupsrétt sinn til hlutabréfanna.

5.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 102. mál til umsagnar

Málsnúmer 201312039Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar tillaga að þingsályktun frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun, 102. mál. Lagt fram til kynningar.

6.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 215. mál til umsagnar

Málsnúmer 201312050Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs (verndun umhverfis og heilsu, EES-reglur), 215. mál. Lagt fram til kynningar.

7.Velferðarnefnd Alþingis, 147. mál til umsagnar

Málsnúmer 201312042Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá velferðarnefnd Alþingis frumvarp til laga um húsaleigubætur (námsmenn), 147. mál. Lagt fram til kynningar.

8.Framlög sveitarfélaga til Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga 2014

Málsnúmer 201312035Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fyrir beiðni Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga um framlag til reksturs félagsins á árinu 2014. Fram kemur í erindinu að gert er ráð fyrir 5% hækkun framlaga sveitarfélaga á milli ára sem byggist á forsendum fjárlaga um 5,6% hækkun nafnlauna á næsta ári og 3,5% almennum verðlagshækkunum, en rekstrarkostnaður félagsins skiptist þannig að 69,5% eru laun og launatengd gjöld og 30,5% annar rekstrarkostnaður og er vegið meðaltal því 5%. Heildarframlag sveitarfélaga er samkvæmt þessu 14.455.616.- krónur en þar af ber Norðurþing 8.568.064.- króna hlut. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi framlag til Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.

9.Reglur um afslátt af fasteignaskatti

Málsnúmer 201312047Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu ákvörðun um reglur um afslátt á fasteingaskatti. Í gildi hafa verið reglur sem samþykktar voru í bæjarstjórn í desember 2011. Reglurnar hafa ekki tekið breytingum en samkvæmt 1. gr. reglnanna skal ákvörðum um gildistöku tekin af bæjarstjórn ár hvert. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi reglur um afslátt á fasteignaskatti verði samþykktar.

10.Álagning gjalda 2014

Málsnúmer 201311087Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu álagning gjalda fyrir árið 2014. Eftirfarandi er tillaga að álagningu gjalda fyrir árið 2014. Útsvar.....................14,52% FasteignaskatturA flokkur ................0,575%B flokkur ................1,320%C flokkur ................1,650%Lóðaleiga 1..............1,500%Lóðaleiga 2..............2,500% VatnsgjaldA flokkur ................0,225%B flokkur ................0,450%C flokkur ................0,450% HolræsagjaldA flokkur ................0,225%B flokkur ................0,225%C flokkur ................0,225% Sorphirðing/eyðingHeimili .................. kr. 50.586.-Sumarhús ............. kr. 19.849.- Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að gjaldskrá álagningar 2014 verði samþykkt, með fyrirvara um að frumvarp um hámarksútsvar verði að lögum. Breyting á lögunum er vegna samkomulags um tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga vegna málaflokks fatlaðra. Breytingin felur ekki í sér hækkun á sköttum einstaklinga.

11.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2014 - samstæða

Málsnúmer 201309019Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014. Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings til síðari umræðu í bæjarstjórn.

12.3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings 2015 - 2017

Málsnúmer 201311015Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árin 2015 - 2017. Bæjarráð samþykkir að vísa 3ja fjárhagsáætlun Norðurþings til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 18:00.